Svo gott sem búið hjá KFS

Eftir 0-6 tap gegn Reyni frá Sandgerði á heimavelli í dag er svo gott sem úti um vonir KFS að komast upp í 3. deildina. Þar sem verið er að fjölga liðum í þriðju deildinni fara þrjú lið upp úr þeirri fjórðu að þessu sinni. En það verður að teljast ólíklegt að KFS verði eitt […]
KFS spila í 8-liða úrslitum í dag

8-liða úrslitin í úrslitakeppni 4 deildar karla í knattspyrnu hefst í dag. Þrjú lið geta komist upp úr 4. deildinni og eru KFS þar í flokki. Þeir taka á móti Reynir S. á Týsvelli klukkan 12:00 í dag. (meira…)
Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]
Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,” sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]
Góðir sigrar úti í Finnlandi

Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi. Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR […]
Óþarflega þægilegur sigur hjá KR

ÍBV sótti KR heim í Frostaskjól í dag, sunnudag, í leik í Pepsi-deild karla. KR-ingar tóku fljótt öll völd á vellinum og einkenntist varnaleikur Eyjamanna á vandræðagangi. Eftir 36 mínútna leik var ÍBV búið fá dæmd á sig tvö víti og fá á sig þrjú mörk. Þannig var staðan þegar gengið var inn í hálfleik. […]
Markalaust jafntefli gegn Stjörnunni

Stjarnan úr Garðabæ mætti á stelpunum í ÍBV á Hásteinsvelli í dag í frekar rólegri viðureign. Hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga. Eyjastúlkur voru þó nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins þegar Birgitta Sól Vilbergsdóttir átti góðan skalla á markið en markmanni Stjörnunnar tókst að verja. Staða […]
KFS fór létt með Ísbjörninn

KFS fékk ísbjörninn frá Kópavogi í heimsókn á Týsvöllin í dag. Það er skemmst að segja frá því að heimamenn höfðu öll höld og tögl á vellinum og fór það svo að leikurinn endaði 7 – 0 KFS í vil. Mörk KFS skoruðu Egill Jóhannsson, Erik Ragnar Gíslason Ruix, Bjarni Rúnar Einarsson, Ehsan Sarbazi, Jóhann Ingi […]
Stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í dag í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV er nú í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan er í því þriðja með 28 stig nú eftir 14 umferðir. Það er því hörkuleikur á Hásteinsvelli í dag, allir á völlinn! (meira…)
Hrund heimsmeistari

Hrund Scheving varð í gær heimsmeistari í ólympískum lyftingum á HM í svokölluðum „mastersflokkum“. En keppnin fer fram í Barcelona á Spáni. Hrund nældi í gullið í -69 kílógramma flokki 40 til 44 ára og sló hún einnig heimsmet í flokknum í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Hrund lyfti 78 kílóum í snörun, 94 í […]