ÍBV sektað, tap­ar og kemst ekki áfram

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur sektað ÍBV um 90 þúsund krón­ur fyr­ir að tefla fram ólög­leg­um leik­mönn­um í leik gegn Sel­fossi í Lengju­bik­ar kvenna 29. mars. ÍBV hef­ur einnig verið úr­sk­urðaður ósig­ur, en leik­ur­inn fór 2:0 fyr­ir ÍBV. Þær Sara Suz­anne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leikn­um en eru skráðar í er­lend fé­lög. Í […]

Stelpurnar heimsækja Hauka í lokaumferðinni í kvöld

Lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta fer fram í kvöld kl. 19.30. Eyjastúlkur sækja Hauka heim í Hafnarfjörðinn í leik um þriðja sætið. Sigri Haukar jafna þeir ÍBV að stigum en standa þó betur í innbyrðisviðureignum. Bæði lið eru þó örugg í úrslitakeppnina sem hefst á laugardaginn. (meira…)

Fjórir frá ÍBV í U21-landsliðinu

Íbv og ÍR eiga flesta full­trúa í U21-landsliði karla í hand­bolta sem valið hef­ur verið til æf­inga dag­ana 10.-12. apríl. Ein­ar Andri Ein­ars­son, þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar, og Sig­ur­steinn Arn­dal, verðandi þjálf­ari FH, stýra liðinu en þeir hafa valið 22 leik­menn til æf­inga. ÍBV og ÍR eiga þar 4 leik­menn hvort. Einn leikmaður spil­ar utan Íslands en […]

Clara slær landsleikjamet

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet þegar hún mun leika sinn 29.landsleik með yngri landsliðunum hjá U-16 og U-17. Clara hefur gert 7 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum. Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast […]

Guðný Jenný ekki meira með

Markvörður hand­knatt­leiksliðs ÍBV og ís­lenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmunds­dótt­ir, er með slitið kross­band í hné og leik­ur ekki meira á þessu ári. Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án henn­ar á loka­spretti deild­ar­keppn­inn­ar og í úr­slita­keppn­inni um Íslands­meist­ara­titil­inn en flest bend­ir til að ÍBV mæti Val í undanúr­slit­um. Einnig verður landsliðið án Jennyj­ar í […]

Félagsfundur ÍBV

Félagsfundur ÍBV íþróttafélags verður haldinn föstudaginn 29. mars. Fundurinn verður í Týsheimilinu, félagsheimili ÍBV kl. 12:00. Dagskrá: Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar sem orðið hafa á framkvæmdum við búningsklefa félagsins. Aðalstjórn (meira…)

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa

Taflfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að halda atskákmót laugardaginn 11. maí 2019  til minningar um Bergvin Oddsson – Bedda á Glófaxa – skipstjóra og útvegsmann í Vestmannaeyjum, í samstarfi við fjölskyldu hans. Bergvin féll frá 22. sept. sl. 75 ára að aldri. Bergvin tók virkan þátt í starfsemi TV fljótlega eftir að fjölskylda hans flutti til […]

Seiglusigur gegn FH í gærkvöldi

Srákarnir í meistaraflokki ÍBV í handbolta tóku á móti FH í hörku leik í 19. umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi. Eyjamenn voru lengi af stað og fór svo að FH skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins áður en ÍBV komst á blað. Þrátt fyrir að vera einum manni færri stóran hluta af fyrri hálfleiknum leiddu gestirnir […]

Fyrstur undir 30 mínútum

Hlauparinn og eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í gær þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fara 10 kílómetra götuhlaup á undir 30 mínútum. Hlynur var meðal þátttakenda í Parrelloop hlaupinu í Hollandi og kom 27. í mark á tímanum 29:49 mínútum. Hann bætti þar með Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá því […]

Strákarnir mæta FH í dag

Strákarnir okkar hafa verið virkilega flottir undanfarið, frábær framistaða í síðasta leik þar sem þeir unnu sterkt lið Vals á útivelli. Nú er komið að næsta verkefni sem er einnig mjög stórt en það er heimaleikur á móti FH á sunnudaginn kl. 14.00. Með sigri á Val komst ÍBV upp í fimmta sætið með nítján […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.