Sannfærandi sigur í Grindavík

ÍBV sótti Grindavík heim í leik í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Eyjastúlkur byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 4 mínútu leik kom Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ÍBV yfir. Þrátt fyrir að ÍBV hefði öll völd á vellinum náðu Grindvíkingar að jafna úr víti á 14. mínútu. Rut Kristjánsdóttir kom ÍBV hinsvegar aftur yfir […]

Sigríður Lára skoraði fyrir Lillestrøm

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir skoraði sitt fyrsta mark fyr­ir Nor­egs­meist­ara Lillestrøm í 4:1-sigri gegn Avalds­nes í efstu deild Nor­egs í fót­bolta í dag. Hún gull­tryggði sig­ur­inn með fjórða mark­inu á 89. mín­útu af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu. Sig­ríður Lára kom inn á sem varamaður á 73. mín­útu og skoraði kort­eri síðar. Lillestrøm er með mikla yf­ir­burði í […]

Mikið stökk að fara frá ÍBV til Vejle

Felix Örn Friðriksson, varnamaðurinn snjalli fór frá ÍBV í sumar til Danmerkur og spilar nú með úrvalsdeildarliðinu Vejle. Felix Örn er fæddur 1999 á að baki 54 leiki fyrir ÍBV og hefur skorað eitt mark. Auk þess á hann að baki tvo landsleiki fyrir A-landslið Íslands en einnig hefur hann leikið með yngri landsliðum. Hann […]

Það sem ég er búin að vera að stefna að síðan ég var lítil

Sigríður Lára Garðarsdóttir fyrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona skrifaði nú í ágúst undir sammning við norska liðið Lilleström. Lilleström er eitt besta liðið í Skandinavíu en síðustu fjögur ár hefur liðið orðið norkur meistari. Þegar blaðamaður heyrði í Sísi Láru, eins og hún er alltaf kölluð, á dögunum var hún búin að koma sér vel […]

ÍBV meistarar meistaranna

Eyjamenn bættu enn einum bikarnum í safnið nú í kvöld þegar þeir fengu silfurhafa Coca-cola bikarsins, Fram í heimsókn í Meistaraleiknum. Framarar byrjuðu leikinn ágætlega og það tók Eyjamenn smátíma að finna taktinn. En tóku fljótlega öll völd á vellinum og stýrðu leiknum vel. ÍBV náði mest 10 marka forystu og dreifði Erlingur Richardsson, þjálfari […]

Meistari meistaranna í dag

Þá er loksins komið að fyrsta leik vetrarins í handboltanum.Í dag fer fram leikurinn um hvaða lið er meistari meistaranna, þar sem bikarmeistar og Íslandsmeistarar síðasta tímabils mætast. Þar sem ÍBV vann báða titlana á síðasta ári þá verða andstæðingarnir lið Fram þar sem þeir fóru í bikarúrslitaleikinn á móti ÍBV. Strákarnir vonast til þess […]

Skiptu með sér stigunum í botnbaráttunni

ÍBV tók á móti Víkingi frá Reykjavík í botnbaráttuleik í Pepsi-deild karla í dag. Geof­frey Castilli­on kom Vík­ing­um yfir á sjö­undu mín­útu. Sindri Snær Magnússon jafnaði hins vegar fyrir ÍBV á 26. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf Kaj Leo í Bartals­stovu. Liðin sóttu á víxl og fengu bæði ágætis færi en hvorugu liðinu tókst að skora. Þau […]

Hampiðjan vann fyrirtækjakeppnina í golfi um helgina

Fyrirtækjakeppnin í golfi var spiluð í gær. Fjöldi fyrirtækja styrkir klúbbinn í þessu móti og hafa viðtökur aldrei verið betri en núna Sigurverar mótsins voru Kristófer og Rúnar Gauti sem spiluðu fyrir Hampiðjuna í öðru sæti voru Daníel og Nökkvi fyrir TPZ og í þriðja Bjarki og Lárus fyrir Miðstöðina. (meira…)

Eyjamenn taka á móti Víking í dag

ÍBV tekur á móti Víking í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag, leikurinn er á hásteinsvelli kl: 14:00. ÍBV er nú með 22 stig og Víkingur rétt á eftir eða tveimur sætum neðar með 20 stig.   (meira…)

Svo gott sem búið hjá KFS

Eftir 0-6 tap gegn Reyni frá Sandgerði á heimavelli í dag er svo gott sem úti um vonir KFS að komast upp í 3. deildina. Þar sem verið er að fjölga liðum í þriðju deildinni fara þrjú lið upp úr þeirri fjórðu að þessu sinni. En það verður að teljast ólíklegt að KFS verði eitt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.