Anna Sólveig á nýju vallarmeti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, báðar úr Keili, eru efstar og jafnar á +5 samtals þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi 2018. Anna Sólveig gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Anna Sólveig lék á 65 höggum eða -5, þar sem hún fékk alls 9 fugla.   Guðrún Brá […]

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir fyrsta dag

Golf

Axel Bóasson úr Keili og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eru efst í karla – og kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með gangi mála frá Íslandsmótinu í Eyjum. Skor keppenda er uppfært hér. Myndir frá 1. keppnisdegi eru hér. Keppendur gefa upp […]

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi

Tilkynning til keppenda og áhorfenda: 1. Vegna ítrekaðra brota á reglum á æfingasvæðum við golfskála verður þeim æfingasvæðum lokað á föstudag en æfingasvæði á Þórsvelli opnar kl. 06.30. 2. Bannað er að leggja bílum meðfram 12. og 13. braut. Kylfingum og öðrum er bent á bílastæði við Áshamar. Mótsstjórn, Íslandsmótsins í golfi 2018 í Vestmannaeyjum. […]

Íslandsmótið í golfi hófst í morgun

Íslandsmótið í golfi hófst kl. 7:30 í morgun í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja sló fyrsta högg mótsins. Bjarni Þór Lúðvíksson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hóf fyrstur leik í mótinu en hann er jafnframt yngsti kylfingurinn í karlaflokki. Bjarni Þór er 13 ára en fagnar 14 ára afmæli sínu á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt […]

Baráttusigur á FH stúlkum

ÍBV fékk FH stúlkur í heimsókn í 11. umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld. Eyjastúlkur voru mun sterkari í upphafi leiks og leiddu leikinn með tveimur mörkum gegn engu eftir engöngu 9 mínútna leik. Eftir mörk frá Sigríði Láru Garðarsdóttur á 4. mín og Cloé Lacasse á þeirri 9. Cloé var svo aftur á ferðinni á […]

Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum

Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni og keppendahópurinn er gríðarlega sterkur. Keilismaðurinn Axel Bóasson, Íslandsmeistari 2017, mætir í titilvörnina ásamt fjölda annarra sterkra kylfinga. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í verkefni erlendis á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og tekur því ekki þátt að þessu sinni. Alls eru 130 […]

Felix Örn farinn til Velje í Danmörku

Felix Örn Friðriksson, varnamaðurinn snjalli hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og hefur haldið til Danmerkur að láni. Þar verður hann kynntur til sem nýr leikmaður úrvalsdeildarliðsins Vejle á næstu dögum. Felix Örn er fæddur 1999 á að baki 54 leiki fyrir ÍBV og hefur skorað eitt mark. Auk þess á hann að baki tvo landsleiki fyrir […]

Mikilvægt stig í Grafarvoginum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Það var mikið fjör í Grafarvoginum þegar ÍBV mætti Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Leikurinn fór rólega af stað en fljótlega tóku Fjölnis menn völdin. Það var svo Birnir Snær Ingason sem kom Fjölni yfir á 38. mínútu með skoti rétt fyrir utan vítateig Eyjamanna. Eyjamenn voru óheppnir að ná ekki að jafna tveimur […]

KFS tyllir sér á toppinn

KFS tók á móti Alafossi á Þórsvellinum í dag, laugardag kl. 16.00 í toppbáráttunni í C riðli 4. deildar karla. Fyrri leikur liðanna endaði með óvæntum sigri Álafossar en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum í dag. KFS skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og var þar á ferðinni Daníel Már Sigmarsson sem skoraði […]

Eyjamenn dottnir úr leik í Evrópudeildinni

Eyjamenn eru dottnir úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-0 tap gegn Sarpsborg 08 í seinni leik liðanna út í Sarpsborg. Fyrri leikurinn fór 0-4 og sigraði því Sarpssborg samtals 0-6 í einvíginu. ÍBV gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Yvan Erichot komu út fyrir Sigurð Arnar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.