Baráttusigur ÍBV kvenna

Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley. „Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okkur […]
ÍBV semur við markmann frá Króatíu

ÍBV í handbolta karla hefur samið við markmann frá Króatíu. Dino Spiranec er fæddur 1990 og hefur leikið með TSG Münster í Þýskalandi undanfarin ár. Hann kemur til Eyja strax eftir þjóðhátíð og hefur æfingar með liðinu. (meira…)
Glæsilegur árangur hjá Clöru með U-16

Clara Sigurðardóttir tók þátt í Norðurlandamótinu með U-16 landsliðinu í fótbolta sem haldið var í Hamar, Noregi. Stelpurnar unnu tvo sigra á móti Þýskalandi og Englandi en töpuðu á móti Svíþjóð í riðlakeppninni sem tryggði þeim leik um 3. sætið í mótinu á móti Hollandi. Sá leikur endaði í markalausu jafntefli og þurfti því að grípa til […]
Sandra meðal markahæstu leikmanna mótsins

Eins og við sögðum frá í gær er íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þar er okkar fulltrúi, Sandra Erlingsdóttir aldeilis að gera gott mót. En hún er í 5. Sæti yfir þær markahæstu í riðlakeppninni með […]
Við erum við alltaf litla liðið í þessari keppni

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaumferð riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær. Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils […]
Heimir áfram með landsliðið?

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er vongóður um að Heimir Hallgrímsson haldi áfram starfi sínu sem þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þessu greindi hann frá í viðtali hjá Morgunblaðinu. Það eru liðin tæp sjö ár síðan Heimir kom til starfa hjá KSÍ. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir að Ísland lauk keppni á HM í Rússlandi […]
ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli

Eyjamenn fengu Breiðablik í heimsókn á laugardaginn í bráðskemmtilegum leik. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn bráð fjörugur. Engu munaði þó að Breiðablik stæli sigrinum á síðustu sekúndum leiksins þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu í uppbótatíma. Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, gerði sér þá lítið fyrir og kórónaði stórleik sinn með því að verja vítið frá […]
Markasúpa hjá KFS

KFS mætti Kóngunum úr Reykjavík í C-riðli 4. deildar á Týsvelli í gær. Er óhætt að segja að Eyjamenn hafi haft höld og tögl á leiknum. Fyrsta markið kom á 2. mínútu og bættust við fimm til við bótar í fyrri hálfleik. Í þeim seinni hélt markaveislan áfram og urðu mörk KFS á endanum 10. […]
Sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur í gegnum árlega viðburði ÍBV

Nálægt sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur verða eftir ár hvert í Vestmannaeyjum í gegnum árlega viðburði íþróttafélagsins ÍBV, er greint frá í Morgunblaðinu í dag. „Þarna er ég reyndar bara að tala um þessi tvö stóru fótboltamót, Orkumótið og Pæjumótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höldum við svo árlega tvö handboltamót og þrettándagleði, […]
Fjölmennt á Stakkó er Ísland gerði jafntefli við Argentínu

Eins og frægt er orðið gerði íslenska karlalandsliðið, undir stjórn Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar, jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM sem fram fór síðasta laugardag. Víða var hægt að fylgjast með strákunum á risaskjám en einn slíkan mátti finna á Stakkagerðistúni. Fjöldi manns gerði sér glaðan dag og fylgdist með leiknum […]