Baráttusigur ÍBV kvenna 

Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley. „Mér fannst við sterk­ari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okk­ur […]

ÍBV semur við markmann frá Króatíu

ÍBV í handbolta karla hefur samið við markmann frá Króatíu. Dino Spiranec er fæddur 1990 og hefur leikið með TSG Münster í Þýskalandi undanfarin ár. Hann kemur til Eyja strax eftir þjóðhátíð og hefur æfingar með liðinu. (meira…)

Glæsilegur árangur hjá Clöru með U-16

Clara Sigurðardóttir tók þátt í Norðurlandamótinu með U-16 landsliðinu í fótbolta sem haldið var í Hamar, Noregi. Stelpurnar unnu tvo sigra á móti Þýskalandi og Englandi en töpuðu á móti Svíþjóð í riðlakeppninni sem tryggði þeim leik um 3. sætið í mótinu á móti Hollandi. Sá leikur endaði í markalausu jafntefli og þurfti því að grípa til […]

Sandra meðal markahæstu leikmanna mótsins

Eins og við sögðum frá í gær er íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þar er okkar fulltrúi, Sandra Erlingsdóttir aldeilis að gera gott mót. En hún er í 5. Sæti yfir þær markahæstu í riðlakeppninni með […]

Við erum við alltaf litla liðið í þess­ari keppni

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik, skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úr­slit heims­meist­ara­móts­ins sem nú fer fram í Debr­ecen í Ung­verjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar á heims­meist­ara­mót­inu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær. Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils […]

Heimir áfram með landsliðið?

Guðni Bergs­son, formaður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, er vongóður um að Heim­ir Hall­gríms­son haldi áfram starfi sínu sem þjálf­ari karla­landsliðsins í knatt­spyrnu. Þessu greindi hann frá í viðtali hjá Morgunblaðinu. Það eru liðin tæp sjö ár síðan Heim­ir kom til starfa hjá KSÍ. Samn­ing­ur Heim­is við KSÍ rann út eft­ir að Ísland lauk keppni á HM í Rússlandi […]

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli

Eyjamenn fengu Breiðablik í heimsókn á laugardaginn í bráðskemmtilegum leik. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn bráð fjörugur. Engu munaði þó að Breiðablik stæli sigrinum á síðustu sekúndum leiksins þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu í uppbótatíma. Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, gerði sér þá lítið fyrir og kórónaði stórleik sinn með því að verja vítið frá […]

Markasúpa hjá KFS

KFS mætti Kóngunum úr Reykjavík í C-riðli 4. deildar á Týsvelli í gær. Er óhætt að segja að Eyjamenn hafi haft höld og tögl á leiknum. Fyrsta markið kom á 2. mínútu og bættust við fimm til við bótar í fyrri hálfleik. Í þeim seinni hélt markaveislan áfram og urðu mörk KFS á endanum 10. […]

Sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur í gegn­um ár­lega viðburði ÍBV

Ná­lægt sex hundruð millj­ón­ir króna í af­leidd­ar tekj­ur verða eft­ir ár hvert í Vest­manna­eyj­um í gegn­um ár­lega viðburði íþrótta­fé­lags­ins ÍBV, er greint frá í Morgunblaðinu í dag. „Þarna er ég reynd­ar bara að tala um þessi tvö stóru fót­bolta­mót, Orku­mótið og Pæj­u­mótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höld­um við svo ár­lega tvö hand­bolta­mót og þrett­ándagleði, […]

Fjölmennt á Stakkó er Ísland gerði jafntefli við Argentínu

Eins og frægt er orðið gerði íslenska karlalandsliðið, undir stjórn Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar, jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM sem fram fór síðasta laugardag. Víða var hægt að fylgjast með strákunum á risaskjám en einn slíkan mátti finna á Stakkagerðistúni. Fjöldi manns gerði sér glaðan dag og fylgdist með leiknum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.