Erla Hrönn og Friðrika Rut spiluðu með u-15 á Englandi

Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu. Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi. Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer […]

Róbert Sigurðarson í eins leiks bann

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl.. Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið […]

Eyjamenn töpuðu á Hlíðarenda

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í lokaleik 11. umferðar Olís deildar karla á Hlíðarenda í dag. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbik fyrri hálfleiks náði Valur þriggja marka forystu. Valur hélt áfram að bæta í og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 17-10. Valur hélt sama dampi í síðari […]

ÍBV mætir Val í dag

Í dag lýkur 11. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV mætir Val í N1 höllinni. Stjarnan sigraði Fram 33:24 í Úlfarsárdal í deildinni í gærkvöldi. Með þeim úrslitum er staðan í deildinni orðin mjög jöfn á milli liða í miðjum hluta töflunnar. Nú stendur aðeins einn leikur eftir í 11. umferð – stórleikur Vals og ÍBV […]

Eiður Atli orðinn leikmaður ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV og knattspyrnudeild HK hafa náð samkomulagi um að Eiður Atli Rúnarsson verði á ný leikmaður ÍBV. Eiður lék með ÍBV á láni árið 2024 þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deild karla með góðu tímabili í Lengjudeildinni. Eiður sem er 23 ára varnarmaður lék með HK í Lengjudeildinni í ár en samtals […]

Sesar semur við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Sesar Örn Harðarson hefur gengið til liðs við ÍBV frá nágrönnum okkar á Selfossi. Hann er 19 ára sóknarmaður sem kemur til með að auka breidd liðsins fram á við á komandi leiktíð. Fram kemur í tilkynningu á vef félagsins að Sesar geri tveggja ára samning við knattspyrnudeildina. Hann lék í 13 leikjum Selfoss […]

Rúnar Gauti raðar inn titlum

Rúnar Gauti Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari í shoot-out móti í snóker sem Pílu- og Snókerfélag Vestmannaeyja hélt í samstarfi við Klett síðastliðið fimmtudagskvöld.  Rúnar Gauti tapaði ekki leik í mótinu og lagði Jón Óskar Þórhallsson í úrslitaleik.  Friðrik Már Sigurðsson endaði svo í þriðja sæti. Shoot-out er hraðara afbrigði af hefðbundnum snókerleik þar sem […]

ÍBV fær færeyskan markvörð

Færeyski knattspyrnumaðurinn Ari Petersen hefur gengið til liðs við ÍBV á eins árs lánssamningi frá færeyska félaginu KÍ Klaksvík. Í frétt á vefsíðu ÍBV segir að Ari sé 22 ára markvörður sem lék alla leikina fyrir færeyska U21 árs landsliðið í síðustu undankeppni. Þar segir jafnframt að Ari hafi leikið fyrir færeyska efstu deildarliðið 07 […]

Sandra nýr fyrirliði Íslands á HM

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er nýr fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Þá er Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, með henni í fyrirliðateymi. Formlegur undirbúningur fyrir Heimsmeistarmótið hófst í gær. Liðið fer til Færeyja 20. nóvember og leikur vináttuleik tveimur dögum síðar í þjóðarhöllinni í Þórshöfn. […]

Helena Hekla áfram hjá ÍBV

Knattspyrnukonan Helena Hekla Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár og verður því hjá félaginu til loka árs 2027. Helena Hekla lék með ÍBV árið 2018 og 2019 en hefur síðan leikin með ÍBV síðustu þrjú leiktímabil frá því að hún skipti til félagsins frá Selfossi á miðju tímabili 2023. Þessu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.