Kári Kristján semur við Þór

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í kvöld undir eins árs samning við nýliða Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Eins og komið hefur fram fékk Kári ekki nýjan samning hjá ÍBV fyrir komandi tímabil eftir að hafa leikið með félaginu síðastliðin 10 ár. Fyrsti leikur Kára fyrir Þór verður gegn hans gömlu […]
ÍBV og Afturelding skildu jöfn

Karlalið ÍBV í fótbolta tók á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli í 23. umferð Bestu deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikur eftir skiptingu deildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og fengu góð færi í fyrri hálfleik til að komast yfir. Markvörður Aftureldingar átti góðan leik og sá til […]
Botnliðið mætir á Hásteinsvöll

Nú er búið að skipta upp Bestu deildunum. Fyrsti leikurinn í neðri hlutanum var í gær þegar ÍA rúllaði yfir Vestra fyrir vestan, 0-4. Í dag eru svo tveir leikir. Þar mætast annars vegar ÍBV og Afturelding og hins vegar KA og KR. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 16.00. Eyjamenn efstir í neðri hlutanum með […]
Fimm Eyjastelpur í liði ársins – Allison Lowrey best

Í vikunni var tilkynnt um lið árins í Lengjudeild kvenna hjá Fótbolti.net. Þjálfarar deildarinnar sáu um að velja úrvalsliðið. Eins og flestir vita þá vann ÍBV deildina með yfirburðum og tapaði einungis einum leik. ÍBV á fimm fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðnýju Geirsdóttir, fyrirliðann Avery Mae Vanderven, Allison Clark, Allison Grace Lowrey og Olgu Sevcovu. […]
Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram í vikunni

Lokahóf 3.-5. flokka í fótbolta fóru fram í vikunni, en lokahóf fyrir 6. og 7. flokkana fóru fram í lok ágúst. 6. og 7. flokkarnir tóku þátt í ýmsum dagsmótum ásamt því að fara á stóru mótin Orkumótið, Norðurálsmótið, Símamótið og N1 mót kvenna. Það var mikið um gleði og gott gengi þar sem allir […]
Eyjamenn máttu þola tap gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta léku gegn FH í Kaplakrika í kvöld í þriðju umferð Olís deildar karla. Leiknum lauk með 36-30 marka tapi Eyjamanna. FHingar settu tóninn strax í upphafi leiks og komust í 4-0. FH voru yfir allan hálfleikinn en Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk […]
FH fær Eyjamenn í heimsókn

Í kvöld hefst 3. umferð Olísdeildar karla þegar fram fara þrír leikir. Í Hafnarfirði tekur FH á móti ÍBV. Eyjamenn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en FH-ingar eru búnir að vinna einn og tapa einum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Kaplakrika í kvöld. Leikir kvöldsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fim. […]
Hörkuleikir í 16-liða úrslitum bikarsins

Dregið var í 16-liða úrslit Powerade bikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Karlalið ÍBV fékk Aftureldingu á útivelli, ÍBV 2 fékk heimaleik gegn KA og kvennalið ÍBV spilar gegn 1. deildarliði Gróttu í Eyjum. Hér að neðan er hægt að sjá allar viðureignir 16-liða úrslitanna. 16-liða úrslit karla, leikirnir verða spilaðir […]
ÍBV 2 vann Hörð í miklum spennuleik

ÍBV 2 tryggði sér í gær inn í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir eins marks sigur 36-35 á Herði frá Ísafirði. ÍBV var með yfirhöndina stóran hluta úr leiknum og voru yfir 18-14 í hálfleik. Harðverjar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn 22-22. Þegar um fjórar mínútu voru eftur af […]
Vestmanneyjahlaupið – Sextíu og átta ára aldursmunur

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september. Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður. Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á […]