ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]

Magdalena semur við ÍBV

Knattspyrnukonan unga Magdalena Jónasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún er 17 ára á árinu. Magdalena hefur leikið upp alla yngri flokka ÍBV og hefur leikið þar fjölmargar stöður, nánast allar á vellinum. Nú leikur hún aðallega sem vinstri bakvörður en hún hefur gott vald á spyrnutækni með báðum fótum […]

Eyjamenn náðu í stig af toppliðinu

ÍBV og Víkingur skildu jöfn í Eyjum í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Sverrir Páll Hjaltested var nálægt því að koma Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik þegar hann náði að snúa varnarmann Víkings af sér og […]

Taka á móti toppliðinu

Eyja 3L2A4902

Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum. Eyjaliðið hefur hins vegar […]

Eyjakonur með 5-1 sigur á nýjum Hásteinsvelli

ÍBV sigraði sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 10. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á glænýjum Hásteinsvelli og veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust í 1-0 á 27. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði eftir góða sendingu í gegn frá Olgu Sevcovu. Olga skapaði næstu […]

Hásteinsvöllur orðinn leikfær

Hásteinsvöllur er nú tilbúinn til knattspyrnuiðkunar. Framkvæmdin tafðist vegna þess að það vantaði ífylliefni í völlinn. Nú er það komið og hefur fyrsta æfingin farið fram á vellinum. Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga heimaleiki framundan. Stelpurnar mæta Grindavík/Njarðvík á morgun og á laugardag kemur karlalið Víkings Reykjavíkur í heimsókn til Eyja. Magnús Sigurðsson, formaður […]

Eyjamenn töpuðu gegn Fram

Eyjamenn máttu þola tap í fjórða leik sínum í röð er þeir tóku á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og eftir mjög rólegar upphafsmínútur voru það heimamenn sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Freyr Sigurðsson náði að koma boltanum í markið eftir klaufagang […]

HK sigraði Orkumótið – myndir

Orkumót 2025 3L2A6669

Það var lið HK sem sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár. Þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum 2024. Þá fór Þróttur með sigur af hólmi. Fram kemur á heimasíðu mótsins að sigurinn í gær hafi verið torsóttur hjá HK. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Kristófer Aroni Kristjánssyni, […]

ÍBV sækir Fram heim

Eyja 3L2A1249

Í kvöld klárast 13. umferð Bestu deildar karla með fjórum leikjum. Klukkan 17.00 hefst leikur Fram og ÍBV á Lambhagavellinum. Framarar í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Eyjamenn eru hins vegar í níunda sæti með 14 stig, en þeir hafa aðeins misst flugið undanfarið og tapað tveimur síðustu leikjum í deildinni. Þegar þessi lið […]

Orkumótið hafið

Orkumót 2025 3L2A5505

Peyjarnir í Orkumótinu hófu leik stundvíslega í morgun kl. 08:20. Vel viðrar til knattspynuiðkunar í Eyjum í dag. Hæg gola rétt til að félagsfánarnir blakti, vellir létt rakir og sól skín annað slagið. Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir 6. flokkur karla, eldra ár og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.