Fylgja stelpurnar karlaliðinu í undanúrslit?

Eyja_3L2A1373

ÍBV lagði í gær Hauka öðru sinni í átta liða úrslitum, 37:31, á Ásvöllum og tryggja sér sæti í undanúrslitum hvar liðið mætir deildarmeisturum FH. Væntanlega verður fyrsti leikurinn 21. eða 22. apríl í Kaplakrika. Kvennalið ÍBV getur með sigr á ÍR í kvöld einnig tryggt sæti sitt í undanúrslitum en ÍBV vann fyrsta leik […]

Allt undir á Ásvöllum í dag

ÍBV hafði naumlega betur gegn Haukum í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á fimmtudag, 33:31. Eyjamenn voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:13. Elmar Erlingsson og Petar Jokanovic voru frábærir hjá ÍBV-liðinu. Elmar skoraði 12 mörk í 15 skotum auk sex skapaðra marktækifæra. Jokanovic […]

Forskot á fótboltasumarið

Strákarnir taka forskot á fótboltasumarið í dag þegar þeir fá Knattspyrnufélag Garðabæjar í heimsókn á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum. KFG leikur í 2. deild en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. “Nú er mál að klæða sig í úlpu og vettlinga og hvetja strákana til sigurs á leiknum sem hefst klukkan 14:00,” segir […]

Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Úrslitakeppnin hjá ÍBV stelpunum hefst í kvöld þegar liðin í sætum þrjú til sex mætast í útsláttarkeppni um sæti í undanúrslitum gegn liðunum í efstu tveimur sætunum. Andstæðingar ÍBV eru ÍR stelpur sem komu á óvart í vetur og höfnuðu í 5. sæti deildarinnar. ÍR liðið er skipað ungum og öflugum leikmönnum sem hafa staðið […]

Úrslitakeppnin hefst í dag

Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV. Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi […]

Gullberg – Stórbætt æfingaraðstaða fyrir íþróttafólk

Sumarið 2023 fékk ÍBV gamla Týsalinn afhentan frá Vestmannaeyja bæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gengt því hlutverki. Má þakka núverandi og fráfarandi stjórn ÍBV ásamt Vestmannaeyjabæ að þetta sé loksins orðið að veruleika segir Elías Árni Jónsson sem sinnt hefur styrktarþjálfun hjá félaginu. Elías sá […]

ÍBV heimsækir Selfoss í kvöld

Karlalið ÍBV heimsækir Selfoss í kvöld þegar 20. umferð í Olísdeildinni verður leikin. ÍBV er í fjórða sæti með 24 stig en Selfoss situr á botni deildarinnar með 8 stig. Flautað verður til leiks kl. 19:30 á Selfossi. Leikir kvöldsins (meira…)

Birna Berg framlengir við ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið ein af lykilkonum í liðinu síðan þá sem voru bikar- og deildarmeistarar á síðasta tímabili. Þetta er gríðalegt ánægjuefni og hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs með Birnu, segir í tilkynningu […]

ÍBV – FH í kvöld

Strákarnir í ÍBV fá FH í heimsókn í kvöld þegar liðin leika 19 umferðina í Olísdeildinni. FH er sem stendur í efsta sæti með 33 stig og ÍBV í því fimmta með 22 stig. Leikurinn hefst kl 19:30 í íþróttamiðstöðinni.   (meira…)

Sigríður Lára ráðin aðstoðarþjálfari

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá ÍBV en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmannsþjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður einnig þjálfari 2. flokks kvenna, segir í tilkynningu frá ÍBV. Sísí þekkja flestir Eyjamenn en hún á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.