Áttunda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV í fimmta sætinu með 6 stig á meðan Grótta vermir botnsætið, með einungis 2 stig úr 7 leikjum. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 15.00.
Uppfært: Vegna siglingar Herjólfs frá Þorlákshöfn í dag fer leikur ÍBV og Gróttu í Olís deild kvenna fram kl 15:00 í stað 14:00.
Leikir dagsins:
lau. 09. nóv. 24 | 13:00 | 8 | Heklu Höllin | KRG/MJÓ/GJÓ | Stjarnan – Fram | – | ||
lau. 09. nóv. 24 | 15:00 | 8 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja | RMI/HAÐ/SIÓ | ÍBV – Grótta | – |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst