16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta hófust í dag. Á Ásvöllum tóku Haukar í móti ÍBV. Haukar náðu forystunni í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi 15-14. ÍBV náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum hálfleiksins. Eyjamenn náðu þó aldrei að komast yfir og þegar leið á hálfleikinn juku heimamenn muninn.
Í seinni hálfleik fékk Haukamaðurinn Andri Fannar Elísson rautt spjald fyrir að skjóta boltanum í höfuð markvarðar ÍBV úr vítakati. Palvels Miskevich markvörður ÍBV féll í gólfið við skotið en var snöggur á fætur og sló í framhaldinu í höfuð Andra. Fyrir það fékk Pavel rautt og blátt spjald sem þýðir leikbann í næsta leik.
Lokatölur leiksins urðu 37-29. Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson gerðu sex mörk í dag fyrir ÍBV og Andri Erlingsson skoraði fimm. Eyjamenn geta nú einbeitt sér að deildinni þar sem þeir mæta næst HK á útivelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst