Úrslitaeinvígið hefst í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur á móti Val í úrslitaeinvíginu í dag kl. 19.00 í Eyjum. Upphitun fyrir leik hefst kl 17:15. Borgarar og kaldir drykkir verða til sölu, ÍBV andlitsmálning og glaðningur fyrir krakka. Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar! (meira…)

Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]

Oddaleikur ÍBV-Hauka í dag

Oddaleikur ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram kl.18:00 í dag. Sæti í úrslitaeinvíginu gegn Valskonum er undir. Upphitun fyrir leik hefst kl. 16:45, grillaðir verða borgarar og stemmingin keyrð í gang. (meira…)

Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)

Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KFS

KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér. KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið […]

Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]

Fyrsta einvígi FH-ÍBV í Krikanum í dag

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í dag kl. 19.00 í Kaplakrika í Hafnafirði. Fyllum Krikann og hvetjum peyjana til sigurs. Áfram ÍBV!   (meira…)

ÍBV mætir Fram í Bestu deild karla í dag

ÍBV mætir Fram í fimmtu umferð Bestu deild karla í dag. Eftir fjórar umferðir situr ÍBV í 6 sæti með 6 stig og Fram er á botni deildarinnar með 2 stig. Leikurinn fer fram í Úlfarsárdalnum kl. 18.00 og er einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)

Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í dag

Í dag hefjast undanúrslit Olísdeildar kvenna. Stelpurnar okkar fá Hauka-konur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:40. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Í hálfleik verður Krókódílum boðið upp á léttar veitingar. “Nú er ráð að koma sér í úrslitakeppnis-gírinn, mæta á leikinn og styðja ÍBV til sigurs!,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.