Heimsækja Val í dag

Tveir leikir fara fram í kvöld þegar 18. umferð í Olísdeild karla verður leikin. ÍBV heimsækir Val í N1 höllina og Afturelding tekur á móti Haukum. Sem stendur er Valur í öðru sætir deildarinnar með 28. stig og ÍBV í því fjórða með 22. stig eftir jafn marga leiki. ÍBV sigraði Val í síðasta leik […]
Mosfellingar mættir aftur

Það má búast við skemmtilegum handboltaleik í íþróttamiðstöðinni í dag þegar strákarnir frá Aftureldingu í heimsókn í annað sinn í þessum mánuði. Liðin mættust fyrr skemmstu í áttaliða úrslitum bikarsins þar sem ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum. Liðin mætast nú í 17. umferð Olísdeildar karla. Afturelding er um þessar mundir í þriðja sæti deildarinnar […]
Fjórir úr ÍBV valdir í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þórhallur Siggeirsson, þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ, hefur valið Aron Gunnar Einarsson, Aron Sindrason, Arnór Sigmarsson og Emil Gautason til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi fædda 2010. Æfingin fer fram í Miðgarði, Garðabæ þriðjudaginn 5. mars nk. (meira…)
Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV

Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði […]
Aftuelding í heimsókn

Leikið er í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu klukkan 14:00. ÍBV stelpurnar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sætinu með 6 stig úr 17 leikjum. Karlaliðið leikur svo norðan heiða í dag gegn KA, leikurinn hjá strákunum hefst klukkan […]
Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]
Arnór Viðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023

Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2023 fór fram í Akóges í gær. Eins og hefð er fyrir var valinn Íþróattamaður Vestmannaeyja og íþróttafólk æskunnar auk þess sem aðildarfélag veittu viðurkenningar. Þá voru einnig veitt heiðursmerki bandalagsins. Það var Arnór Viðarsson sem hlaut titilinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023. Í umsögn um Arnór segir, Arnór, stóð sig […]
Spænskur miðjumaður og systur frá Selfossi semja við ÍBV

Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025. Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur hann leikið með Bolabítunum frá Bryant háskólanum. Á […]
Mæta Haukum á útivelli

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik eftir EM pásu gegn Haukum á þeirra heimavelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna truflana á samgöngum. ÍBV situr um þessar mudir í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Leikurinn hefst á Ásvöllum klukkan 16:00. (meira…)
Leikir morgundagsins frestast

Leik Hauka og ÍBV í Olís karla hefur verið frestað vegna þess að ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka tíð, Leikurinn fer því fram sunnudadinn 4.febrúar 16:00. Leik ÍBV og Hauka í Olís deild kvenna hefur verið frestað þar sem Haukar komast ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð. Nýr […]