Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum.
Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar.
Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30.
Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og verður meðal annars boðið upp á happdrætti, pílu og trúbador.
Miðasala hefst föstudaginn 25. október í Heimadecor.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst