ÍBV mætti Fram á útivelli í Olís deild kvenna í kvöld. Heimaliðið náði fljótlega forystu og leiddu í leikhléi 15-9. Munurinn jókst svo er leið á seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 9 mörkum á liðunum. Lokatölur 29-20.
Darija Zecevic varði 20 skot í marki Fram og Ethel Gyða Bjarnasen varði 2 skot. Hjá ÍBV varði Marta Wawrzykowska 16 skot. Markahæstar hjá ÍBV voru þær Birna María Unnarsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir með 4 mörk hver.
Fram er í öðru sæti deildarinnar með níu stig. Stigi á eftir Val sem á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 6 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst