Stórkostlegur sigur hjá stelpunum

Boðið var upp á frábæran fótboltaleik á Hásteinsvelli í gær. Eyjastúlkur sigruðu þar Þór Ka með fimm mörkum gegn fjórum eftir að hafa lent 0-3 undir. ÍBV var sterkara liðið í leiknum og með sigrinum komust þær upp í fjórða sæti deildarinnar, amk. um stundarsakir. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir, Hanna Kallmeier, Olga Sevcova, […]

Kvennalið ÍBV leikur á Hásteinsvelli í dag

ÍBV fær Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og hefst leikurinn klukkan 18.00. ÍBV er í sjöunda sæti með 7 stig en Þór/Ka eru í sætinu fyrir neðan ÍBV með 6 stig og má því búast við spennandi leik. (meira…)

Sigur á Val

Eyjamenn sýndu heldur betur úr hverju þeir eru gerðir þegar ÍBV sigraði Val nú rétt í þessu og jafnaði þar sem úralitaeinvígið í 1-1. Eyjamenn lentu fimm mörkum undir nokkrum sinnum í leiknum en komu ætíð til baka og lönduðu sigrinum, 33-31 Björn Viðar Björnsson markmaður tók nokkrar magnaðar vörslur og hélt IBV oft inn […]

Leikur tvö í úrslitaeinvíginu- upphitun hefst 14

Kl 16 fer fram annar leikur íbv og vals í úrslitum í handboltanum. Upphitun fyrir stuðningsmenn verður frá klukkan 14:00 fyrir utan aðalinngang Íþróttamiðstöðvarinnar. Grillaðir hamborgarar og svalandi drykkir til sölu. Hoppukastalar fyrir krakkana og svo spilar DJ Enok til að koma fólki í gírinn. Þeir sem pöntuðu ’91treyju og áttu eftir að nálgast hana […]

Frábær sigur hjá stelpunum okkar

Kvennalið ÍBV í fótbolta gerði afar góða ferð í Kópavoginn nú í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik. Á 13. mínútu leiksins skoraði Júlíana Sveinsdóttir fyrir ÍBV með stórglæsilegu marki, með skoti langt fyrir utan teig. ÍBV er í 7. sæti deildrinnar með 7 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/Ka, á Hásteinsvelli á mánudaginn klukkan […]

Stelpurnar á leið í Kópavoginn í dag

Kvennalið ÍBV í fótbolta mætir Breiðablik í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Liðið situr nú í 7.sæti Bestu deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 4 mörk og fengið á sig 4. Með sigri gæti liðið híft sig upp um 1-2 sæti en hins vegar mun Breiðablik ná toppsætinu nái þær að […]

Hópferð á fyrsta leik úrslitanna

ÍBV ætlar að bjóða upp á rútuferðir á fyrsta leik strákanna okkar gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl.19:30, fimmtudaginn 19.maí. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Farið er með 14:30 ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum og heim með 23:15 ferðinni, ATH Herjólfur bíður eftir okkur. Stuðningsmannahittingur kl.17:00 á Ölhúsinu. […]

ÍBV fær sóknarmann frá Brentford FC

Hollenski knattspyrnumaðurinn Hans Mpongo er kominn til ÍBV á lánssamningi en Hans er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford FC. Frá þessu er greint í frétt á vef ÍBV Hans er 19 ára sóknarmaður og kemur til með að styrkja sóknarlínu liðsins í komandi átökum í Bestu Deildinni. Hann var meðal áhorfenda í gær er […]

Úrslita stund hjá stelpunum

ÍBV stelpurnar fara í Safamýri dag og mæta Fram í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu kl.19:40 en Fram leiðir einvígið 2-0 og dugir sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum. Það er því að duga eða drepast í þetta skiptið en ÍBV þarf á nauðsynlega á sigri að halda til að halda […]

ÍBV-KR í kvöld

ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli í Bestu deildar karla í kvöld klukkan 18.00. Lið KR er sem stendur í sjöunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. ÍBV hefur leikið jafn marga leiki og situr í níunda sæti með tvö stig. Það má því búast við hörku leik í góða veðrinu á Hásteinsvelli […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.