Tveir leikir í Bestu-deild karla í knattspyrnu fara fram í dag en fyrst er það lið KA sem mætir HK á Greifavellinum á Akureyri klukkan fjögur.
Þá mæta Eyjamenn toppliðinu á heimavelli Víkinga sem sitja á toppi deildarinnar með 41 stig úr 16 leikjum. Úr jafn mörgum leikjum er lið ÍBV með 17 stig sem skilar þeim níunda sætinu. Leikurinn hefst klukkan 17:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst