Ísak Rafnsson til ÍBV!

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Ísak Rafnsson til næstu þriggja ára. Ísak þarf nú ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki en hann kemur til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hann hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en lék tímabilið 2018-19 með austurríska liðinu Schwaz Hand­ball Tirol. “Ísak er hávaxinn […]

Undanúrslitin hjá stelpunum hefjast í dag

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna heldur áfram í dag þegar fyrstu leikir undanúrslita verða spilaðir. kl. 18:00 Valur – KA/Þór kl. 19:40 Fram – ÍBV Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Leikir ÍBV og Fram hafa verið spennandi í vetur og hefur ÍBV unnið tvo af þremur leikjum liðna. Sjá má úrslit leikja […]

Baráttan heldur áfram í kvöld

Leikur númer tvö í viðureign ÍBV og Hauka í undanúrslitum úrslitakeppni Olís deildar karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er leiðir 1-0 í einvíginu eftir góðan úti sigur í fyrstu viðureigninni í Hafnarfirði 30-35. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer áfram í úrslit og mætir þar Val eða Selfoss […]

Oddaleikur hjá stelpunum í kvöld

ÍBV og Stjarnan mætast í kvöld í Vestmannaeyjum. Um er að ræða hreinan oddaleik um sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni Olís deildar kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik en báðir hafa unnist á útivelli. Búast má við hörku leik en hvorugt liðið hefur á huga á því að fara í sumarfrí í kvöld. Leikurinn […]

Upplýsingafundur um gerfigras í dag

ÍBV íþróttafélag heldur opinn upplýsingafund í dag kl 19:00 í Akóges. Á fundinum verður fjallað um væntanlegar framkvæmdir við Hásteinsvöll sem hefjast að tímabili loknu. Til fundarins koma: Bjarni Þór Hannesson, grasvallasérfræðingur Brynjar Harðarson, stýrði gervigrasvæðingu Vals Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Garðabæjar Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR (meira…)

Rútuferðir á leikir helgarinnar

Handknattleiksdeild ÍBV ætlar að hafa rútuferðir á leik 2 hjá Stjörnunni og ÍBV í 6 liða úrslitum kvenna og svo Hauka og ÍBV í undanúrslitum karla. Plönin eru eftirfarandi: Laugardagurinn 30.apríl Herjólfur kl.12:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Mýrina í leikinn sem hefst kl.16:00 að hvetja […]

Nú mæta allir!!

Nú þegar að það liggur loks fyrir að Manúela er búin að fá töskurnar sem gleymdust í Ísrael þá eru engar afsakanir lengur fyrir að mæta ekki á kvennaleik ÍBV og Stjörnunnar í úrslitakeppninni í handboltanum. Leikurinn er nú á fimmtudaginn kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni því Týsheimilið er upptekið. En ágætu Eyjamenn, þið eruð að […]

Fyrsti heimaleikurinn í Bestu deildinni hjá stelpunum

Það er komið að fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum í Bestu deildinni. Fjörið hefst á því að Stjarnan kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. Liðið hefur eins og oft áður gengið í gegnum töluverðar breytingar milli ára og hæst ber að Jonathan Glenn hefur tekið við þjálfun […]

ÍBV semur við færeyskan unglingalandsliðs mann

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við hinn færeyska Janus Dam Djurhuus til tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér rétt í þessu. Janus kemur til ÍBV frá uppeldisfélagi sínu H71 í Færeyjum. H71 varð á nýloknu tímabili þar í landi bæði bikarmeistari og Færeyjarmeistari og spilaði hann þar lykilhlutverk. Janus er […]

Óðinn Sæbjörnsson tekur við KFS

KFS í samstarfi við ÍBV hafa ráðið Óðinn Sæbjörnsson sem þjálfara KFS. KFS leikur í 3. deild í sumar. Óðinn er 46 ára með UEFA A þjálfaragráðu og þjálfaði síðast hjá ÍBV við góðan orðstír. Sem leikmaður lék hann upp yngri flokka ÍBV og spilaði svo í 2. og 3. deild með KFS og þekkir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.