Tilkynning frá aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags

Aðalstjórn virðir vilja fulltrúa handboltans til sátta sem og annara sem lagt hafa hugmyndir fyrir stjórnina, en telur að nú sé tími til kominn að undirbúa Þjóðhátíð, sem er mikilvægasta fjáröflun félagsins og stolt allra bæjarbúa. Það er ótrúlega mikilvægt að báðar deildir skili því vinnuframlagi sem til er ætlast, sem verður greitt með sama […]
1-1 jafntefli hjá stelpunum okkar á EM

Elísa og Berglind voru báðar í byrjunarliði Íslands í leiknum í dag gegn Ítalíu. Leikurinn fór 1-1 en segja má að Íslenska liðið hafi spilað mun betur í fyrri hálfleik og synd að fleiri mörk skyldu ekki hafa verið skoruð. Karólína Lea skoraði mark Íslands á 3. mínútu leiksins. Enn eiga stelpurnar okkar möguleika á […]
Ísland-Ítalía í dag kl. 16:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15. Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast […]
Eyjastelpur í U16 ára landsliðinu í handbolta

Í fyrstu viku júlí keppti U16 ára landslið kvenna í handbolta á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg. Í landsliðinu eru tvær Eyjastelpur sem spila báðar með ÍBV, þær Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir. Auk þeirra var Eva Gísladóttir í liðinu, hún spilar með FH en á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Stelpurnar […]
Gaf mömmu mark í afmælisgjöf

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett […]
Símamótið: Nýtt Íslandsmet í fótboltavakinni

Fótboltamótin eru mörg á hverju sumri og mörg yfir iðkendatímabilið, foreldrum til mismikillar ánægju. Það verður því að teljast til tíðinda þegar heyrist af foreldri sem hefur fylgt börnum sínum á sama fótboltamótið í 18 ár samfleytt. Símamótið kláraðist í gær, en það fór fram um helgina í Kópavogi. Breiðablik heldur mótið, sem er stærsti […]
1-1 í fyrsta leik Íslands á EM

Berglind Björg, okkar kona í landsliðinu lék lykilhlutverk í leiknum í dag og átti stórleik í 1-1 jafntefli liðsins við Belgíu. Stemmingin í stúkunni skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda og var alveg magnað að heyra “Áfram Ísland!” “HÚHH” og fleiri íslensk köll úr stúkunni. Við megum vera stolt af liðinu og […]
Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]
KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)
Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]