Úrslitakeppnin heldur áfram

ÍBV stelpurnar mæta liði Stjörnunnar í öðrum leik liðanna í dag í keppni um laust sæti í fjöguraliða úrslitum Íslandsmótsins. Flautað verður til leiks í Garðabæ klukkan 13:30. Fyrsta leik liðna lauk með öruggum sigri ÍBV í Vestmannaeyjum og geta ÍBV stelpurnar tryggt sæti í fjöguralið úrslitum með sigri. (meira…)
Stelpurnar mæta á Sauðárkrók

ÍBV stelpurnar mæta nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í Pepsí max deild kvenna í dag klukkan 13:00. Í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. (meira…)
Fyrsti heimaleikur hjá strákunum

ÍBV strákarnir taka á móti Fram á Hásteinsvelli í dag í annari umferð Lengjudeildarinnar. ÍBV er án stiga eftir tap gegn Grindavík í fyrstu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 en beina útsendingu frá leiknum má finna á Lengjudeildin.is. (meira…)
Íslandsmeistarar í 5. flokki

Stelpurnar í 5. flokki kvenna eldri tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki. Stelpurnar hafa farið á þrjú mót í vetur og unnið alla sína leiki og sigrað öll mótin þrjú. Það er óhætt að segja að það sé virkilega vel af sér vikið! Þjálfarar stelpnanna eru Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson. […]
ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 19. umferð Olísdeildar karla í dag. Liðin eru bæði með 21 stig og sitja í 3.-5. sæti í deildinni ásamt Val en deildin er mjög jöfn um þessar mundir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en flautað verður til leiks klukkan 16:00. (meira…)
Síðasti deildarleikurinn hjá stelpunum

ÍBV stelpurnar í handbolta taka á móti botnliði FH í dag. FH liðið er án stiga eftir 13 umferðir og því um að ræða síðasta leik liðsins í Olísdeildinni um sinn. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar og getur með sigri komist í það þriðja. Flautað verður til leiks klukkan 13:30. (meira…)
Allir leikir í Lengjudeild verða aðgengilegir í beinni útsendingu

ÍBV heimsækir Grindavík í fyrstu umferð lengjudeildarinnar klukkan 18:00 í dag. Allir leikir í Lengjudeild karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í sumar á vefsíðunnu Lengjudeild.is. Á þessari síðu verður allt streymi frá Lengjudeild karla og kvenna á einum stað. Einn leikur í hverri umferð verður í opinni dagskrá í boði Lengjunnar. Félögin munu […]
Kristinn á leið til Færeyja

Kristinn Guðmundsson annar þjálfari karlaliðs ÍBV hefur samið við EB frá Eiði á Austurey í Færeyjum og tekur til starfa hjá félaginu 1. júlí. „Ég er að fara í uppbyggingarstarf en það eru spennandi einstaklingar í kringum klúbbinn. Aðstaðan er frábær, þar á meðal tvö íþróttahús og mjög góð lyftingaaðstaða og nægur efniviður. Þetta verður […]
Hákon Daði til Vfl Gummersbach

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar þar hittir hann einnig fyrir Elliða Snæ Viðarsson. Gummersbach greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Wir freuen uns sehr euch mit Hákon Daði Styrmisson unseren nächsten Neuzugang für die Saison 2021/22 vorstellen zu… Posted […]
Stelpurnar hefja leik í Pepsi-Max deildinni

Fyrsti leikur Pepsi-Max deildar kvenna fer fram í dag kl. 18:00 þegar ÍBV fær Þór/KA í heimsókn. Lið ÍBV hefur tekið miklum breytingum á milli ára. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er kynning á liðinu auk þess sem rætt er við Andra Ólafsson þjálfara liðsins um komandi tímabil. Þetta er 11. tímabil ÍBV í efstu deild […]