Jólapílan á laugardag

pilukast

Hin árlega jólapíla Kiwanis, pílumót Hárstofu Viktors, fer fram laugardaginn 28. desember í Kiwanissalnum. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og stemningsverðlaun fyrir flottustu treyjurnar. Hægt er að skrá sig hér. Mæting kl. 12 á laugardag og mótið hefst 12.30. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum en forskráning auðveldar skipulag mótsins, […]

Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn

Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu. Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember. – 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn). – 4.fl og 5.fl. karla og kvenna […]

Ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum

Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. „Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af […]

Lítil starfsmannavelta eykur stöðugleika

„Félagið er stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Ástæða þess er fyrst og fremst öflugir og reynslumiklir stjórnendur hjá félaginu. Lítil starfsmannavelta er hjá félaginu og eykur það stöðugleika og ákvarðanatöku til framtíðar. Félagið sinnir nýsköpun og rannsóknum, sýnir samfélagsábyrgð og leitast við að vera eflandi afl í nærsamfélögum sínum,“ sagði Guðmundur Jóhann Árnason, […]

Viðurkenning sem heldur okkur á tánum

„Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu, að vera Framúrskarandi fyrirtæki og það áttunda árið í röð,“ segir Marinó Sigursteinsson, aðaleigandi og fyrrum framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar sem er eitt þeirra 19 fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem hlaut viðurkenninguna í ár. „Annað í þessu er að þú kemst ekki inn nema að standast skilyrðin í þrjú ár. Ef […]

Lykillinn er gott starfsfólk og traustir viðskiptavinir

Skipalyftan  er eitt fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem tók við viðurkenningu frá CreditInfo fyrir að vera Framúrskrandi fyrirtæki. „Þetta er 11. árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu og erum við mjög þakklát fyrir það,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdatjóri Skipalyftunnar. „Árangurinn má fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki og ekki síður traustum og góðum […]

Jólafundur Aglow í kvöld

aglow

Jólafundur Aglow verður í kvöld, 4. desember kl.19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Það hefur ríkt eftirvænting fyrir þessum fundi. Við komum saman í fögnuði og hlustum á og finnum fyrir snertingu jólanna. Það verður mikið sungið og er það hátíðlegt að syngja saman jólasöngva. Boðið verður upp á fjölbreytt söngatriði, einsöng, tvísöng og svo syngjum við […]

Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á miðvikudaginn á Hótel Nordica í Reykjavík þar sem fram koma margir af þekktustu skemmtikröftum landsins. Meðal þeirra sem koma fram með hljómsveit hátíðarinnar eru, Rúnar Þór, Bjartmar, GDRN, Páll Óskar, Eyfi, Regína og Svenni, Prettyboitjokko og Beggi. Í boð verður salgæti frá Góu, gosdrykkir frá Coke, en aðrir stuðningsaðilar eru […]

Ljósin kveikt á jólatrénu

DSC_5802

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að Lúðrasveit Vestmannaeyja taki nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Mónika Hrund Friðriksdóttir tendra ljósin á trénu. Í […]

Súpufundur, kosningakaffi og kosningavaka!

Fanar Xd Sjalfst L

Kæru Eyjamenn – við bjóðum í súpuhádegi á morgun í Ásgarði. Gestgjafar eru Gísli Stefánsson og Rut Haraldsdóttir. Sérstakur gestakokkur er Ríkharður 16. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Einnig minnum við á kosningakaffið í Akóges á laugardag frá klukkan 14 til 17. Að lokum er rétt að minna á kosningavökuna í Ásgarði sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.