Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á miðvikudaginn á Hótel Nordica í Reykjavík þar sem fram koma margir af þekktustu skemmtikröftum landsins. Meðal þeirra sem koma fram með hljómsveit hátíðarinnar eru, Rúnar Þór, Bjartmar, GDRN, Páll Óskar, Eyfi, Regína og Svenni, Prettyboitjokko og Beggi. Í boð verður salgæti frá Góu, gosdrykkir frá Coke, en aðrir stuðningsaðilar eru […]

Ljósin kveikt á jólatrénu

DSC_5802

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að Lúðrasveit Vestmannaeyja taki nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Mónika Hrund Friðriksdóttir tendra ljósin á trénu. Í […]

Súpufundur, kosningakaffi og kosningavaka!

Fanar Xd Sjalfst L

Kæru Eyjamenn – við bjóðum í súpuhádegi á morgun í Ásgarði. Gestgjafar eru Gísli Stefánsson og Rut Haraldsdóttir. Sérstakur gestakokkur er Ríkharður 16. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Einnig minnum við á kosningakaffið í Akóges á laugardag frá klukkan 14 til 17. Að lokum er rétt að minna á kosningavökuna í Ásgarði sem […]

Líknarkaffið í dag

Líknarkaffið er fyrir löngu orðinn fastur liður í aðventu Eyjamanna og á því verður engin breyting í ár. „Líknarkaffið, árlegt kaffihlaðborð Kvenfélagsins Líkn verður haldið að Faxastíg 35 á milli klukkan 14.00 og 16.30 í dag, fimmtudag. Hlökkum til að taka vel á móti þér og þínum.” segir í tilkynningu frá Líknarkonum. (meira…)

Fjármál við starfslok

isb-ambient_6

Opinn fræðslufundur verður um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er: • Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað ? • Skattamál • Skipting lífeyris með maka • Greiðslur og skerðingar Fundurinn fer fram í Akóges salnum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 20 […]

Lokadagur Safnahelgar

IMG 8342 Edited Ha142

Upp er runninn sunnudagurinn 3. nóvember, sem er lokadagur Safnahelgarinnar í Vestmannaeyjum. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. SAGNHEIMAR Kl. 13:00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir afhenda Vestmannaeyjabæ allt efni Eyjatónleika. Bjarni Ólafur segir sögu tónleikanna í máli og myndum ásamt því að tónlistarmenn flytja nokkur Eyjalög.   Einarsstofa Sýning Bjarna Ólafs […]

Sögur, söngur og sýningar

Skald St

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði. Laugardagurinn 2. nóvember RÁÐHÚS Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks. SAGNHEIMAR Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og […]

Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin heldur áfram í Eyjum. En hvað er á dagskránni í dag? Föstudagurinn 1. nóvember ELDHEIMAR Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E.  Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO. Einstakt færifæri til […]

Bifreiðaverkstæði Nethamars opnar á ný

Asgeir Nethamar 20241022 111915 TMS

Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði.  Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum. Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. […]

Ný bók um alla helstu náttúruvá

Fors Ari Trausti Ads

Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14×20,5 cm og með fjölda mynda. Fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.