Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. „Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Alls starfa 440 manns hjá Vinnslustöðinni, í landi í Vestmannaeyjum er starfsfólk 240, 120 á sjó og 80 í landi utan Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst