„Félagið er stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Ástæða þess er fyrst og fremst öflugir og reynslumiklir stjórnendur hjá félaginu. Lítil starfsmannavelta er hjá félaginu og eykur það stöðugleika og ákvarðanatöku til framtíðar. Félagið sinnir nýsköpun og rannsóknum, sýnir samfélagsábyrgð og leitast við að vera eflandi afl í nærsamfélögum sínum,“ sagði Guðmundur Jóhann Árnason, verkefnastjóri mannauðs- samfélags- og umhverfismála hjá Ísfélagi hf.
Er þetta í áttunda skiptið sem félagið fær viðurkenninguna. „Þetta sýnir metnað í rekstri félagsins og að það hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Fjöldi starfsmanna telur um 350 manns í landi og á sjó og á því byggjum við starfsemina.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst