Halda magnaða tónleika í sundlauginni

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja […]

„Þakklæti er okkur efst í huga”

DSC 0927

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]

Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það  var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]

Fjölmargir spennandi viðburðir framundan í Eyjum

Nóg er um að vera hér í Eyjum á komandi mánuðum, og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Ýmsir viðburðir, ráðstefnur, hlaup og skemmtanir standa til. Hér er yfirlit yfir helstu viðburðina sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Pöbbkviss á Háaloftinu í Höllinni Næstkomandi laugardag, 15. febrúar munu Jón Helgi Gíslason og […]

Fullur salur á Eyjatónleikunum

Hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu fóru fram í gær fyrir fullum sal. Meðal þeirra sem fram komu voru Klara Elías, Matti Matt, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, ELÓ og Guðný Emilíana Tórshamar. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppanðir og mikið stemning myndasti í húsinu. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. (meira…)

Eyjatónleikar – Landeyjahöfn alla helgina

Eyjatonleikar Ahorfendur DSC 2357

„Það lítur vel út með Landeyjahöfn á morgun, laugardaginn og á sunnudaginn þegar heim skal haldið þannig að ég er bjartsýnn á góða aðsókn,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, tónleikahaldari um tónleikana, Töfrar í Herjólfsdal sem verða í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, 25. janúar. „Þetta verða 14. tónleikarnir í röð en hvort þeir verða þeir síðustu […]

Tónleikar – Við sem heima sitjum

      Á morgun, föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 verða tónleikarnir, Við sem heima sitjum í Eldheimum. Tilefnið er að minnast tímanna frá fyrir og eftir gosið í Heimaey 1973. Sungin verða vinsæl lög frá þessum tíma, bítlalög, þjóðlög, popplög o.s.frv. Fram koma þau Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Arnór Hermannson, Helga Jónsdóttir, Þórir […]

Óskar Pétur hitar upp í Eldborg

Nú eru aðeins um tvær vikur í Eyjatónleikana í Hörpu og ég er rosalega spenntur fyrir að mæta á tónleikana í Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 25. janúar nk. Eins og undanfarin ár mun ég hita okkur upp með myndum úr Dalnum á þjóðhátíð og frá fyrri Eyjatónleikum í Eldborgarsal. Nú fer hver að verða síðastur að […]

“Við sem heima sitjum”

Föstudagskvöldið 24. janúar nk. verða tónleikar í Eldheimum þar sem við ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol KIng, Bee Gees, Sigfús Halldórsson og fleiri […]

Biggi í glæstum hópi tónlistarfólks

„Ég er búinn að taka þátt í Eyjatónleikunum nánast frá upphafi að undanskildum fyrstu tveim,“ segir Eyjamaðurinn Birgir Nielsen sem er einn besti trommuleikari landsins og á langan feril að baki. Var valinn Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024. Birgir nam við tónlistarskóla FÍH á árunum 1993 til 1995 og hefur frá árinu 1998 starfað sem slagverkskennari og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.