Bókasafnið komið í jólabúning

Á Bókasafni Vestmannaeyja er nú komin mikil jólastemning í hús og safnið orðið fallega skreytt fyrir hátíðirnar. Á Bókasafninu geta fjölskyldur komið og sest niður með bók, litað eða bara slakað á í notalegu umhverfi. Nú fyrir jólin eru ýmislegt skemmtilegt í gangi á Bókasafninu, hægt er að senda jólakveðjur til jólasveinanna með því að […]

Undirliggjandi þema speglast í myndunum

Katrín fékk frjálsar hendur við myndlýsingu bókarinnar: „Þetta heitir samskiptahönnun og grafísk hönnun, sem flestir þekkja, heyrir undir hana. Er á aðeins breiðara sviði og snýst um að miðla upplýsingum á sjónrænan hátt. Ég lærði í Kolding School of Design í Danmörku og er þetta þriggja ára nám,“ segir Katrín Hersisdóttir um nám sitt. Hún […]

Sigurgeir Jónsson – Fjórtánda bókin komin út

Afinn og sonardóttirin brúa kynslóðabilið „Nokkrar af þessum sögum áttu að koma í Vestmannaeyjabókinni en hún var orðinn svo stór og mikil að við Guðjón Ingi hjá Hólaútgáfunni urðum ásáttir um að sleppa smásögunum. Þar lágu þær þar til sonardóttir mín, Katrín Hersisdóttir, fékk veður af þeim og spurði hvort ég ætlaði ekki að gefa […]

Fyrir afa – Katrín og Sigurgeir í Sagnheimum

Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði. Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að […]

Lagið óður til forseta Úkraínu

Molda Volodymyr Cr

Hljómsveitina Moldu þarf ekki að kynna sérstaklega enda Eyjamönnum að góðu kunn. Þeir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Volodymyr ( friður er sigur ) og er um óð til Volodymyrs Zelenskyy Úkraínu forseta að ræða. Í tilkynningu frá sveitinni segir að lagið hafi verið í bígerð um nokkurn tíma en […]

Feta dægurlagasögu heimsins

ludr

Lúðrasveit Vestmannaeyja mun halda sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnukirkjunni, laugardaginn 9.nóvember nk. kl.16.00. Löng hefð er fyrir þessum tónleikum Lúðrasveitarinnar að hausti og eru þeir jafnan stærstu tónleikarnir hvert ár. Þetta árið þá hefur Lúðrasveitin ákveðið að feta dægurlagasögu heimsins og taka bæði gömul og önnur minna gömul lög og er óhætt að fullyrða að […]

Mikill fjársjóður

DSC 2729

„Við hjónin undirrituðum nýlega samning við Vestmannaeyjabæ um að allt efni Eyjatónleikanna yrði falið Sagnheimum til varðveislu. Síðan var ákveðið að við myndum afhenda það formlega á safnahelginni og halda um leið smá erindi um sögu tónleikanna og veita innsýn í það sem við erum að fela safninu til varðveislu.” segir Bjarni Ólafur Guðmundsson en […]

Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]

Afhenti bæjarstjóra listaverk

Jakob Hallgrímur Laxdal Einarsson afhenti bæjarstjóra glæsilegt listaverk af bæjarmerki Vestmannaeyja þann 21. október. Verkið er einstaklega glæsilegt og er búið til úr tæplega 8000 perlum. Jakob kláraði verkið nú í sumar og var það til sýnis á Goslokunum. Hann afhenti það í framhaldinu til Ráðhússins þar sem verkið prýðir nú anddyrið þar. (meira…)

ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.