Það var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir Óskar Pétur ljósmyndari sem lét sig ekki vanta. „Þetta voru frábærir tónleikar enda valinn maður í hverju rúmi í hljómsveitinni. Lögin frábær og ekki skemma sögur milli laga. Mætti sem enginn sérstakur aðdáandi en það breyttist í gærkvöldi.“
Í hljómsveitinni eru toppmenn er skipuð Jónasi Sig, Ómari Guðjónssyni á gítar, Tómasi Jónssyni á orgvélar og syntha, Arnari Gísla á trommur og Guðna Finns á bassa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst