MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni

24 09 04 Matey 0036

Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]

Gjaldfrjáls námsgögn og tvöfalt fjármagn til námsgagnagerðar

Fjárframlag til námsgagnagerðar tvöfaldast og námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema fram að 18 ára aldri. Aðgerðirnar eru liður í heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna og menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Nýtt frumvarp um námsgögn hefur verið samþykkt af ríkisstjórn til fyrirlagningar á Alþingi. Ein af áherslum menntastefnu stjórnvalda er að í boði séu fjölbreytt námsgögn sem […]

Vísurnar hans Inga Steins

„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

„Þá gefast menn upp og hætta“

„Héraðsmiðlar á Íslandi hafa mikl­ar áhyggj­ur af rekstr­in­um og skora nú á stjórn­völd að skipa starfs­hóp til að fara yfir stöðu miðlanna. Eyja­f­rétt­ir, fjöl­miðill frá Vest­mann­eyj­um, héldu á sunnu­dag­inn ráðstefnu til að vekja at­hygli á veikri stöðu lands­byggðarblaða. Fjöl­miðlarn­ir eru nú sum­ir í sam­starfsum­ræðum, að sögn Ómars Garðars­son­ar og Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, en á sunnu­dag­inn var sam­ein­ing […]

Blaðamenn á landsbyggðinni mikilvægur hlekkur í lýðræðissamfélagi

„Um helgina fór fram ráðstefna í Vestmannaeyjum í tilefni þess að Eyjafréttir fagna fimmtíu ára afmæli um þessar mundir, en miðillinn hefur nú verið sameinaður eyjar.net. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða hvernig efla megi héraðsfréttamiðla á Íslandi en staða þeirra hefur veikst á undanförnum árum og áratugum. Í dag eru stór landssvæði á Íslandi þar […]

Saga Vestmannaeyja í hálfa öld

Þorsteinn Gunnarsson. Til hamingju með stórafmælið Eyjafréttir. Að gefa reglulega út héraðsfréttablað í hálfa öld í litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum er ekkert minna en stór afrek. Ég steig mínu fyrstu skref í blaðamennsku á héraðsfréttablaðinu Fréttum eins og það hét þá, í janúar 1986, þá nýbúinn að ljúka námi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Gísli […]

Veganesti sem enginn tekur frá okkur

Ávarp nýstúdents – Jón Grétar Jónasson á þjóðhátíðardaginn: Góðan dag kæru gestir. Ég er hér kominn hér fyrir hönd nýstúdenta Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum til að flytja útskriftarræðuna. Þann 25. maí síðastliðinn rann upp sá dagur sem við höfum beðið spennt eftir, enda lagt á okkur mikla vinnu til að ná þessum áfanga. Það er því tilefni […]

Nýjar hugmyndir frá Evrópu! 

Marzena Harðarson Waleszczyk er eiginkona Eyjapeyjans Smára Harðarsonar. Marzena byrjaði að vinna með mosa og skapa úr honum list árið 2021. Hélt hún sýningu á verkum sínum á Goslokahátíð. Hugmyndina fékk hún fyrir nokkrum árum og er hún í stuttu máli þannig að hún færir mosann í sinni náttúrulegri mynd inn á vegg fyrirtækja og […]

Tónleikar á laugardag í Safnaðarheimilinu

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í Safnaðarheimilinu laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður rómur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.