Hljómsveitina Moldu þarf ekki að kynna sérstaklega enda Eyjamönnum að góðu kunn. Þeir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Volodymyr ( friður er sigur ) og er um óð til Volodymyrs Zelenskyy Úkraínu forseta að ræða. Í tilkynningu frá sveitinni segir að lagið hafi verið í bígerð um nokkurn tíma en þýski listkúnsnerinn Wolfgang M. Frurry liðsinnir piltunum í laginu og syngur á móti Alberti Snæ Tórshamar. Lag og texti er eftir bæjarlistamann Vestmannaeyja 2024 Birgi Nielsen Þórsson ( Bigga Nielsen ).
Hljómsveitina Moldu skipa: Frændurnir Albert Snær Tórshamar, Helgi Rasmussen Tórshamar og bræðurnir Þórir Rúnar kallaður Dúni og Símon Geir Geirssynir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst