Núna rétt fyrir jól kemur í verslanir mín fimmta bók, og þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Höfundur er Ásmundur Friðriksson, þingmaður með meiru.
Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður, sem kom til Eyja í gosinu 1973 til að stoðar Eyjamönnum. Þá vertíð varð hann aflakóngur í Grindavík. Eddi var einn af hvatamönnum að uppbyggingu Bláa lónsins sem er einn þekktasti ferðmannastaður í heimi.
„Eddi flúði Dalvíkurskjálftann 1934 og yfirgaf heimili sitt í Grindavík í nóvember 2023 vegna jarðskjálfta og náttúruhamfara á Reykjanesi. Ugla gefur út bókina sem er í tveimur bindum, í vönduðu bandi og fallegri öskju. Áhugaverð bók í mínum anda,“ segir Ási
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst