Á Bókasafni Vestmannaeyja er nú komin mikil jólastemning í hús og safnið orðið fallega skreytt fyrir hátíðirnar. Á Bókasafninu geta fjölskyldur komið og sest niður með bók, litað eða bara slakað á í notalegu umhverfi.
Nú fyrir jólin eru ýmislegt skemmtilegt í gangi á Bókasafninu, hægt er að senda jólakveðjur til jólasveinanna með því að setja bréf í póstkassann sem þar er og nú geta fjölskyldur tekið myndir fyrir jólakortið í jólalega umhverfinu þar.
Hinn árlegi jólasveinaklúbbur er einnig farin af stað og eru börn hvött til að taka þátt í honum. Markmið klúbbsins er að hvetja og efla lestur barna yfir aðventuna og veita þeim umbun fyrir það. Þátttakendur í klúbbnum velja sér bók/bækur á bóksafninu og lesa að minnsta kosti 10 skipti að lágmarki 15 mínútur í senn. Allir fá lestrarhest við skráningu í klúbbinn sem fylltur er út og honum svo skilað inn á safnið 21. desember.
Í desember verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þann 7. desember verður jólaföndur á bókasafninu, þann 14. verður jólabíó í Ingólfsstofu og svo laugardaginn 21. verður uppskeruhátíð jólasveinaklúbbsins þar sem börn fá glaðning fyrir lesturinn. Þá verður meðal annars happdrætti, sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst