„Ótrúlegur hraði“

default

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]

Fjölskyldufyrirtæki á traustum grunni

K94A0982

Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera starfandi í yfir 80 ár innan sömu fjölskyldu. Marinó Jónsson, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið 1940 og er Marinó Sigursteinsson þriðji ættliður sem rekur Miðstöðina en hann tók við af föður sínum, Sigursteini Marinóssyni árið 1991. Nú er fjórði ættliðurinn, sonurinn Bjarni […]

110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Gufuthurrka Fes 24 Opf 20240930 120146

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]

Á topp 20 yfir bestu verkefnin

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Á ráðstefnunni UTÍS var fjallað um þróunarverkefnið ,,ferðalag um íslenkst skólakerfi”. Þróunarverkefni leikskólans Kirkjugerði er á lista yfir bestu 20 verkefnin. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Utís sé árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er […]

Fjallaferð með Halldóri B.

K94A0892

Það hefur viðrað vel til flugs undanfarna daga í Eyjum. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér í gær. Hann flýgur nú með okkur yfir eyjarnar og sýnir okkur þær frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. (meira…)

Æfa viðbrögð við ýmsum ógnum

Heraefing 24 Hbh Skjask 2

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka […]

Svipast um á sunnanverðri Heimaey

Droni Hbh Skjask 270924

Í dag hefjum við okkur til flugs suður á Heimaey og skoðum Eyjuna á stað sem ekki er fjölfarinn. Halldór B. Halldórsson býður okkaur með í þessa ferð. (meira…)

Svipmyndir frá Eyjum

K94A0936

Það var líf og fjör um Heimaey í dag, líkt og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á. (meira…)

Vestmannaeyjar úr lofti

HBH

Í dag skoðum við Vestmannaeyjar úr lofti, enda veðrið til þess. Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á skemmtilegt drónaferðalag. Njótið ferðalagsins! (meira…)

Gamla slökkvistöðin byggist upp

Gamla Slokkvist 200924 HBH

Eins og kunnugt er verður gamla slökkvistöðin í Eyjum að fjölbýlishúsi. Húsið er óðum að taka á sig mynd. Halldór B. Halldórsson skoðaði uppbygginguna í gegnum linsuna. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.