Varðskipið Freyja sótti í morgun gamla Þór, en líkt og greint var frá hér á Eyjafréttum í gær er búið að selja björgunarskipið til björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík. Vel gekk að koma Þór um borð í Freyju.
Með því fylgdust þeir Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson. Myndir og myndbönd má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst