Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur selt Þór hinn eldri, en félagið fékk nýtt björgunarskip afhent haustið 2022.
„Nú er staðan sú að björgunarsveitin Kofri í Súðavík hefur staðfest kaup á skipinu og er varðskipið Freyja væntanlegt til Eyja á föstudag og ætlar vonandi að flytja hann fyrir okkur vestur.“ segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir.
Skipið var smíðað árið 1993 í Ulsteinvik í Noregi. Það kom til Vestmannaeyja í byrjun september 1993 og gjörbreyttist öll starfsemi félagsins til hins betra við að fá skipið, ef vitnað er til orða þáverandi formanns félagsins Bjarna Sighvatssonar í samtali við Fréttir (nú Eyjafréttir) við komu skipsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst