Júnímetið féll hjá Herjólfi

farthega_opf

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]

Hádegisferðir Herjólfs falla niður

herjolfur_b-3.jpg

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

24 DSC 4724

Landeyjahöfn er orðin fær á ný, en ófært var þangað í allan gærdag. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem send var út rétt fyrir klukkan 8 segir að Herjólfur hafi siglt til Landeyjahafnar fyrstu ferð og er því áætlun dagsins eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 12:00, 14:30, 1:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn […]

Dýpkun gengur vel – fleiri ferðir í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_tms

Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fyrr en síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 12:00, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 18:15, 20:45. Ferðir kl. […]

Of grunnt fyrir Herjólf í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn fyrr í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er dýpið í Landeyjahöfn því miður ekki nógu gott. Sanddæluskipið Álfsnes er á leiðinni á svæðið og mun dýpkun hefjast í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Jafnframt er þess getið að staðan verði tekin […]

Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

20240210_173143_landeyjahofn_gardur_0224

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]

Herjólfur fellir niður seinni ferðir dagsins

Seinni ferðir dagsins sem áætlaðar voru frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 falla niður vegna veðurs – og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá […]

Frátafir hjá Herjólfi í dag og á morgun

herjolfur_b-3.jpg

„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars  vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá […]

Áætlunarflugið framlengt

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]

Óska eftir framlengingu á áætlunarflugi

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið. Brýnir hagsmunir í húfi Bæjarstjóri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.