Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 07:00 og 10.45 færast sjálfkrafa milli hafna, ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:45 og 15:45 falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir […]
Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. […]
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferjan hóf að sigla þangað klkkan 5.30 í morgun og siglir svo frá Eyjum kl. 10:00, 12:00, 14:00, 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:00, 11:00, 13:00, 15:00, 17:00. Þá segir í […]
Ábending frá Herjólfi

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. „Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. […]
Herjólfur í slipp í september

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. september nk. í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í tvær vikur gegn því að ekkert óvænt komi upp og mun ferjan Baldur leysa af á meðan. Um er að ræða reglubundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf […]
Júnímetið féll hjá Herjólfi

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]
Hádegisferðir Herjólfs falla niður

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

Landeyjahöfn er orðin fær á ný, en ófært var þangað í allan gærdag. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem send var út rétt fyrir klukkan 8 segir að Herjólfur hafi siglt til Landeyjahafnar fyrstu ferð og er því áætlun dagsins eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 12:00, 14:30, 1:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn […]
Dýpkun gengur vel – fleiri ferðir í Landeyjahöfn

Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fyrr en síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 12:00, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 18:15, 20:45. Ferðir kl. […]
Of grunnt fyrir Herjólf í Landeyjahöfn

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn fyrr í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er dýpið í Landeyjahöfn því miður ekki nógu gott. Sanddæluskipið Álfsnes er á leiðinni á svæðið og mun dýpkun hefjast í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Jafnframt er þess getið að staðan verði tekin […]