Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]
Óvissa með siglingar Herjólfs vegna grynninga í Landeyjahöfn

Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin […]
Dýpi í Landeyjahöfn hefur minnkað

Eftir siglingar seinnipartinn í dag hefur komið í ljós að dýpið í Landeyjahöfn hefur minnkað í kjölfar veðursins síðustu tvo daga. Af þeim sökum þarf Herjólfur að sigla eftir sjávarföllum þar til annað verður tilkynnt. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir jafnframt að siglingar til Landeyjahafnar séu nú háðar ölduhæð, öldulengd, veðri og sjávarföllum. Siglingaáætlun […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður, farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]
Álfsnes væntanlegt úr slipp á sunnudag

Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert […]
Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]
Unnið að dýpkun í Landeyjahöfn

„Hér fyrir neðan má sjá nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn. Ljóst er að dýpið hefur minnkað töluvert. Bæði veður og ölduspá næstu daga gefa til kynna að aðstæður til að sigla fulla áætlun í Landeyjahöfn eru hagstæðar, en um leið og alda hækkar mun þurfa að sigla eftir sjávarföllum,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]
Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]
Ófært fyrir Herjólf

Siglingar Herjólfs falla niður seinnipartinn í dag vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega okkar og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá hefur verið ákveðið að […]
Ítreka nauðsyn þess að varaskip sé tiltækt í landinu

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var rætt ítarlega um samgöngumál, bæði sjóleiðina sem og flug, og þær áskoranir sem blasa við í þjónustu við íbúa og gesti. Funda með Vegagerðinni Herjólfur kom úr slipp í Hafnarfirði til Eyja í gær (í fyrradag) og hóf áætlunarsiglingar á ný í (gær)morgun. Breiðafjarðarferjan Baldur leysti af á […]