Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Dýpkun hefst seinnipartinn í dag

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga. Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla […]
Landeyjahöfn síðdegis – Þorlákshöfn í fyrramálið

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan stefni á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, miðvikudaginn 5. nóvember. Samkvæmt nýrri áætlun verður brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 (áður 17:00) og brottför frá Landeyjahöfn klukkan 20:15 (áður 20:45). Aðrar ferðir dagsins falla niður. Ef frekari breytingar verða á siglingum mun Herjólfur gefa út tilkynningu […]
Bilun tafði brottför Álfsness

Dæluskipið Álfsnes, sem ætlað er að hefja dýpkun í Landeyjahöfn, var tekið aftur í slipp í dag eftir að bilun kom upp í nýupptekinni hliðarskrúfu. Það staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Nýupptekin hliðarskrúfa missti alla olíu og því þurfti að taka skipið upp aftur, og var það gert í dag,“ […]
Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]
Óvissa með siglingar Herjólfs vegna grynninga í Landeyjahöfn

Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin […]
Dýpi í Landeyjahöfn hefur minnkað

Eftir siglingar seinnipartinn í dag hefur komið í ljós að dýpið í Landeyjahöfn hefur minnkað í kjölfar veðursins síðustu tvo daga. Af þeim sökum þarf Herjólfur að sigla eftir sjávarföllum þar til annað verður tilkynnt. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir jafnframt að siglingar til Landeyjahafnar séu nú háðar ölduhæð, öldulengd, veðri og sjávarföllum. Siglingaáætlun […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður, farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]
Álfsnes væntanlegt úr slipp á sunnudag

Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert […]
Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]