Orðið töluvert grunnt í Landeyjahöfn

Dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt fyrr í dag og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir er orðið töluvert grunnt í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að aðstæður í fyrramálið til siglinga til/frá Landeyjahöfn séu ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni. Því siglir Herjólfur fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá […]
Önnur gul viðvörun og Herjólfur til Þorlákshafnar

Veðurstofan hefur gefið út aðra gula við vörun fyrir Suðurland. Einng er gul viðvörun á Suðaustulandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 15:00 og gildir hún til morguns, 1. des. kl. 05:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-23 m/s, með vindhviður að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum, sem taka á […]
Flogið fimm sinnum í viku til Eyja

Norlandair undirbýr nú að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun næsta mánaðar. Flugið mun stytta ferðatímann verulega og bæta samgöngur til og frá Eyjum, að sögn Rúnu Bjarkar Magnúsdóttur, starfsmanns Norlandair. „Flug er mjög skilvirkur og fljótlegur samgöngumáti. Þessi flugleið styttir ferðatímann milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur umtalsvert,“ segir hún og bætir við að […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna mikillar ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðirnar kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falla því niður. Farþegar […]
Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Dýpkun hefst seinnipartinn í dag

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga. Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla […]
Landeyjahöfn síðdegis – Þorlákshöfn í fyrramálið

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan stefni á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, miðvikudaginn 5. nóvember. Samkvæmt nýrri áætlun verður brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 (áður 17:00) og brottför frá Landeyjahöfn klukkan 20:15 (áður 20:45). Aðrar ferðir dagsins falla niður. Ef frekari breytingar verða á siglingum mun Herjólfur gefa út tilkynningu […]
Bilun tafði brottför Álfsness

Dæluskipið Álfsnes, sem ætlað er að hefja dýpkun í Landeyjahöfn, var tekið aftur í slipp í dag eftir að bilun kom upp í nýupptekinni hliðarskrúfu. Það staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Nýupptekin hliðarskrúfa missti alla olíu og því þurfti að taka skipið upp aftur, og var það gert í dag,“ […]
Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]
Óvissa með siglingar Herjólfs vegna grynninga í Landeyjahöfn

Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin […]