Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.  Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45 falli niður.  Þeir farþegar sem ætla sér að nýta […]

Áætlunarflug hafið til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Um mánaðarmótin hófst áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins samdi við Mýflug um flugið til Vestmannaeyja. Flogið er fjórum sinnum í viku frá 1. desember 2024 til og með 28. febrúar 2025. Samningurinn hefur þegar tekið gildi og hægt er að bóka flug á vef Mýflugs. Flugleiðin er styrkt til að tryggja tímabundið […]

Fyrstu ferðir dagsins í Landeyjahöfn

her_naer-3.jpg

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar a.m.k. fyrstu  tvær ferðir dagsins. Brottför frá Eyjum: 07:00 og 09:30.  Landeyjahöfn brottför:  08:15 og 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar eftir hádegi verður gefin út tilkynning um kl 11:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir […]

Fyrstu ferðir dagsins til Landeyjahafnar

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrstu tvær ferðir dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 09:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 og 10:45. Athugun er kl. 11:00 með framhaldið. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færsli milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningu frá Herjólfi […]

Uppfært: Herjólfur til Þorlákshafnar

24 DSC 4724

Því miður versnuðu aðstæður í Landeyjahöfn. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta segir í nýútgefinni tilkynningu frá Herjólfi ohf. en áður hafði verið gefið út að siglt yrði til Landeyjahafnar síðdegis. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

24 DSC 4724

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Ófært í Landeyjahöfn

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Næstu tvær ferðir Herjólfs, frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15 og 15:45 falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Tilkynning verður gefin út kl. 15:00 í dag  vegna siglinga […]

Ávinningur af jarðgöngum sé mikill

Innvidaradun Starfsh Gong 24

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag við skýrslu starfshóps sem var falið að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn kynnti skýrsluna á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu fyrr í dag. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ávinningur af jarðgöngum sé mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. […]

Jarðgöng til Eyja – streymi

Starfshópur Um Fýsileika Jarðganga Til Vestmannaeyja

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag kl. 13. Skýrslan verður að því loknu formlega afhent ráðherra, segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Kynningarfundinum er streymt á vef Stjórnarráðsins, en sjá má útsendinguna hér að neðan. Hlutverk starfshópsins […]

Ein ferð í Landeyjahöfn

Aðstæður hafa skánað í Landeyjahöfn og er Herjólfur því á leiðinni þangað núna, sagði í tilkynningu frá Herjólfi ohf. klukkan 15.15 í dag. Þar segir jafnframt að brottför sé frá Landeyjahöfn er kl. 18:15 og er það síðasta ferð kvöldsins. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 08:30 í fyrramálið. Uppfært […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.