Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum
31. janúar, 2025
Utbodsthing Eyjolfur
Eyjólfur Árnmannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytur ávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Samtök iðnaðarins hafa haldið útboðsþing árlega síðan 1997 en þingið var nú haldið í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Samtök innviðaverktaka. Á þinginu kynntu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu sem fara í útboð.

Í ávarpi sínu sagði ráðherra verk að vinna. „Greiningar ýmissa aðila undanfarin ár hafa staðfest að fjárfestingarþörf í íslenskum samgönguinnviðum er mjög mikil. Fólkið í landinu upplifir þetta á ferðum sínum á hverjum degi. Það er sama hvort um er að ræða samgönguinnviði á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu, jarðgöng eða viðhald vega. Alls staðar er brýn þörf,“ sagði Eyjólfur.

Fyrsta verk að ná stöðugleika

Eyjólfur sagði fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar vera er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. „Opinberir aðilar þurfi því að sýna festu fyrst um sinn. Það væri forgangsmál og grundvallaratriði,“ sagði hans.

Ríkisstjórnin hyggist samhliða fjárfesta í innviðum til að auka verðmætasköpun. Til að ná þeim markmiðum verði að auka fjárfestingar í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. „Til lengri tíma litið horfum við til risaverkefna sem munu móta framtíð íslensks samfélags. Þar stendur upp úr bygging Sundabrautar, verkefni sem mun auka umferðarflæði og stórbæta vegtengingar til og frá Vestur- og Norðurlandi og innan höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða þjóðhagslega hagkvæmustu framkvæmd Íslandssögunnar,“ sagði Eyjólfur í ávarpinu.

Rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð

Eyjólfur vék einnig að jarðgöngum í ávarpi sínu. „Við ætlum að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð hér á landi. Víða á landinu geta jarðgöng gerbreytt búsetuskilyrðum, tengt saman og eflt samfélög, leyst af hættulega vegi og eflt atvinnulíf og aukið verðmætasköpun. Jarðgangakostir eru margir hér á landi og mörg sveitarfélög sem binda miklar vonir við þau. Það eru því miklir og brýnir hagsmunir fyrir því að jarðgangagerð komist aftur af stað og að við getum grafið ein jarðgöng á hverjum tíma.“

Ráðherra sagði einnig mikilvægt að huga að viðhaldi vega: „Við ætlum að tryggja að viðhald innviða sé nægilega kröftugt svo þeir haldi virði sínu, séu öruggir og geti sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Og tryggja þannig greiðar samgöngur bæði fólks og farms allt árið um kring. Góðar samgöngur stuðla því að aukinni velmegun og bættum lífskjörum.“

Þá verði áfram lögð áherslu á að efna samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu með því að byggja upp skilvirkara samgöngukerfi. Miklar umbætur verði gerðar á stofnbrautum borgarinnar, svo sem með tilkomu Miklabrautarganga og Sæbrautarstokks. Einnig verði byggt upp almenningssamgöngukerfi og fjárfest í innviðum fyrir gangandi og hjólandi.

Þrjár leiðir við fjármögnun

Eyjólfur sagði að þegar kæmi að fjármögnun mætti líta til eftirfarandi þriggja leiða.

  • Fjármögnun að fullu með fé af fjárlögum.
  • Fjármögnun að hluta af fjárlögum og að hluta frá sveitarfélögum. Þetta geti meðal annars átt við um hafnarframkvæmdir, sem og einnig verkefni Samgöngusáttmálans.
  • Fjármögnun samkvæmt lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Samvinnuverkefni eru þau verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis, í heild eða að hluta.

Ráðherra sagði loks vel koma til greina að leita fyrirmynda um fjármögnun bæði í Noregi og Færeyjum. Færeyingar hafi lært af okkar varðandi fjármögnun Hvalfjarðarganga, sem opnuð voru fyrir nærri 27 árum. Nú væri kannski kominn tími til að við lærðum af þeim.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst