VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]

Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

DSC 7395

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó.  Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]

Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

Dekk Thorunn Bk Cr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]

Veiða bæði fyrir vestan og austan land

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]

Eyjarnar landa í Eyjum

Vestmannaey TMS 20250923 081501

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudag en í gær lönduðu Gullver NS á Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE í Vestmannaeyjum. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og forvitnaðist um gang veiðanna. Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn hefði verið […]

Eyjarnar landa áfram fyrir austan

londun_vestmannaey

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]

ASÍ: Ótækt að útgerð beiti starfsfólki sem pólitísku vopni

Sjom_DSC_7709

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega nýlegar uppsagnir í sjávarútvegi og segir óásættanlegt að útgerðin noti starfsfólk sitt sem vopn í deilu um veiðigjöld. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag. Í ályktuninni segir að auðlindir hafsins í kringum Ísland séu ekki séreign útgerðarinnar, þó að hún hafi […]

„Það tapa allir – líka ríkissjóður!“

DSC 5810

Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, gagnrýndi harðlega hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum á fundi bæjarstjórnar í dag. Hann sagði að ákvörðunin sýndi gjánna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og hefði þegar haft í för með sér uppsagnir hjá fyrirtækjum í Eyjum. Í ræðu sinni sagði Eyþór að ríkisstjórnin hefði „komið því í gegn að hækka veiðigjöldin […]

Eyjamenn fjölmennir á Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin 2025 var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku og var hún að mati forráðamanna sýningarinnar stærsta  sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Aðsókn var góð og að venju fjölmenntu Eyjamenn á sýninguna. Þar hittist fólk og rifjaði upp gömul kynni og ný urðu til. Hún stóð undir nafni og sýndi miklar framfarir í tækjum og […]

Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Vsv 24 IMG 6301

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.