Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]
Eyjafiskur í aðalhlutverki á jólaborðum Portúgala

Saltfiskurinn gegnir lykilhlutverki í jólahaldinu í Portúgal, þar sem eftirspurnin eykst verulega þegar hátíðin nálgast. Hjá fyrirtækinu Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stendur nú yfir annasamasti tími ársins við framleiðslu og kynningu á úrvals jólasaltfiski sem ber heitið Bacalhau Especial – Cura superior 9 meses. Fiskurinn, sem byggir á íslensku hráefni, hefur verið látinn þroskast í salti […]
Eyjaskip í vísindaleiðangri umhverfis Ísland

Togararnir Þórunn Sveinsdóttir VE og Breki VE frá Vinnslustöðinni voru meðal skipa sem tóku þátt í þrítugustu stofnmælingu botnfiska að haustlagi, svokölluðu haustralli, sem lauk 17. október síðastliðinn. Auk þeirra sigldi rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF, og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að skipstjórar hafi verið […]
Úrgangur verður að verðmætum

Vinnslustöðin hefur tekið í notkun nýja, háþróaða HDF hreinsistöð sem tryggir betri nýtingu hráefna og dregur úr umhverfisáhrifum. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Iðnver og þýska tæknifyrirtækið Huber Technology. Með nýju kerfi er hægt að endurheimta fitu og prótein úr fráveitu sem áður fóru til spillis og […]
Landað fyrir árshátíðarferð

Þessa dagana eru ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni að landa áður en áhafnir þeirra halda í árshátíðarferð til Póllands. Á fréttasíðu Síldarvinnslunnar er greint frá aflabrögðum þeirra og hvar veitt hefur verið. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Grundarfirði sl. sunnudag. Aflinn var um 60 tonn, mest þorskur sem fékkst á Strandagrunni. Smári Rúnar Hjálmtýsson skipstjóri sagði að […]
Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Ágæt aflabrögð hjá ísfisktogurunum

Ísfisktogararnir í eigu Síldarvinnslusamstæðunnar hafa verið á góðu róli í vikunni og allir skilað góðum afla. Samkvæmt upplýsingum á vef Síldarvinnslunnar hafa skipin landað víða, bæði á Austfjörðum og Suðvesturlandi, og eru skipstjórar almennt ánægðir með aflabrögð. Bergey VE landað tvisvar í vikunni Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey VE, segir að landað hafi verið tvisvar […]
Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]
Ísfisktogararnir með góðan afla

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]