„Úttroðinn af loðnu”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í byrjun vikunnar. Vestmannaey landaði á mánudag á Akureyri en Bergey á þriðjudag í heimahöfn. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurði frétta af aflabrögðum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veitt hefði verið fyrir austan land. „Við byrjuðum […]
Þórður og Einar láta af störfum hjá VSV

Í lok síðasta árs kvöddu forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar tvo öfluga og trausta starfsmenn, Þórð Hallgrímsson, yfirmann á netaverkstæði VSV, og Einar Bjarna hjá Leo Seafood. Einar lét af störfum fyrir jól, samhliða því að Leo Seafood lokaði endanlega, en Þórður hætti störfum um síðustu áramót. Af því tilefni hittu forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar Einar og Bjarna Rúnar, son […]
Núverandi fiskveiðisamkomulag Íslands og Færeyja framlengt

Viðræður Íslands og Færeyja um endurskoðun á skiptum á aflaheimildum og aðgangi fyrir fiskveiðiárið 2027 hefjast síðar í janúar, samkvæmt nýgerðu samkomulagi. Núverandi fyrirkomulag verður í gildi til 1. ágúst nk. efnislega óbreytt á meðan viðræður ríkjanna fara fram. Þetta segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Þetta er niðurstaða árlegra viðræðna Íslands og Færeyja um samstarf á […]
Loðnan ennþá norður af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom í dag í land á Akureyri eftir að hafa verið í um viku við könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Þetta segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir enn fremur að meginmarkmið leiðangursins hafi verið að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. […]
Árið byrjar rólega hvað aflabrögð varðar

Togararnir Bergey VE og Vestmannaey VE hafa landað tvisvar í Neskaupstað í þessarri viku. Þeir lönduðu fyrst á mánudaginn og síðan eru þeir að landa á ný í dag, að því er segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við skipstjórana og þeir spurðir tíðinda af veiðiskapnum. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að […]
Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]
Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]
„Staðan hreint út sagt hræðileg“

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu […]
Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson Viðreisn, Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálmason Flokki fólksins, Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson Samfylkingu. Þau sem […]
Frændur en engir vinir

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]