Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar 2026. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 197 474 tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunnar. Loðnan dreifð yfir stóran hluta […]

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf

Þess er nú beðið með talsverðri eftirvæntingu að Hafrannsóknastofnun gefi út ráðgjöf sína varðandi aflaheimildir í loðnu. Búist er við að það verði gefið út á morgun, fimmtudag. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins er nú verið að græja skipin fyrir loðnuvertíðina sem er í vændum. „Við erum að taka loðnunæturnar um borð í Sigurð og […]

Komu inn vegna veðurs

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Togarar Síldarvinnslusamstæðunnar hafa landað í sínum heimahöfnum síðustu dagana. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á laugardag, Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu í Vestmannaeyjum í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Á fréttasíðu fyrirtækisins er farið yfir veiðiferðir skipanna. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttir, lét vel af […]

Loðnu að finna á stóru svæði

Loðnumæling Hafrannsóknastofnunar sem staðið hefur yfir frá í upphafi síðustu viku er nú langt komin. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að einungis eigi eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum sem rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir eru að sinna, en mælingum veiðiskipanna Heimaeyjar, Polar Ammassak og Barða er lokið fyrir austan land […]

Tvíþætt staða orkuskipta

Vinnslustöðin fjallar um orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á vefsíðu sinni í dag. Greinin dregur fram að málið sé tvíþætt. Annars vegar styrkja nýir rafstrengir afhendingaröryggi rafmagns, en hins vegar getur núverandi gjaldtaka á raforkuflutningi unnið gegn orkuskiptum. Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar Undanfarna daga hefur verið mikil […]

Eyjarnar landa fyrir austan

Eyjarnar 20250826 081915

Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hefur landað í tvígang á Grundarfirði síðustu dagana og Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru að landa í Neskaupstað í dag eftir stuttan túr, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þer er rætt við Einar Ólaf Ágústsson skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur og spurði um aflabrögð […]

„Fínasti vertíðarfiskur”

sjomadur_bergey_opf_22

Togarar í Síldarvinnslusamstæðunni hafa landað alllvíða að undanförnu. Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum á sunnudag, Vestmannaey VE landaði í Neskaupstað í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir frétta. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergey, sagði að komið hefði verið […]

Fimm skip til loðnuleitar

Loðnuleit er nú að hefjast af fullri alvöru og taka alls fimm skip þátt í henni. Um er að ræða hafrannsóknaskipin Árna Friðriksson og Þórunni Þórðardóttur auk veiðiskipanna Barða NK, Heimaey VE og Polar Ammassak. Rætt er við Theodór Haraldsson, skipstjóra á Barða á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann spurður nánar út í fyrirhugaða leit. […]

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Breki VE 61, togari Vinnslustöðvarinnar, landaði í Grundarfirði síðastliðinn mánudag. Aflinn var 550 kör, sem telst fullfermi, eftir sex daga veiðiferð. Breki var á Vestfjarðamiðum í blönduðum afla; þorski, gullkarfa, ýsu og ufsa, auk annarra tegunda. Aflinn fór í ýmsar áttir. Til Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar í vinnslu, á ferskfiskmarkaði í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, auk […]

„Úttroðinn af loðnu”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í byrjun vikunnar. Vestmannaey landaði á mánudag á Akureyri en Bergey á þriðjudag í heimahöfn. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurði frétta af aflabrögðum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veitt hefði verið fyrir austan land. „Við byrjuðum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.