Makrílvertíðin á lokasprettinum

Makrílvertíðin er nú langt komin og hefur gengið ágætlega. Skip Eyjaflotans eru að ljúka veiðum um þessar mundir, og forráðamenn útgerðanna eru almennt ánægðir með vertíðina. Ísfélagið nálgast 20 þúsund tonn Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel hjá uppsjávarskipum félagsins. „Afli skipanna er nú kominn yfir 19.000 tonn og um 1.700 […]
„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

Ísfélag hf. hefur birt árshlutareikning félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2025. Fram kemur í tilkynningu að félagið hafi verið rekið með tapi á tímabilinu, sem að mestu má rekja til mikillar veikingar bandaríkjadollars, uppgjörsmyntar Ísfélagsins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]
Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu […]
Reyna að fá annað en þorsk

Um þessar mundir er lögð áhersla á að togararnir í Síldarvinnslusamstæðunni veiði annað en þorsk. Einkum er áhersla lögð á að veiða ufsa en það hefur sannast sagna gengið erfiðlega. Að undanförnu hafa togararnir landað, en rætt er við skipstjóra togaranna á vef Síldarvinnslunnar í dag. Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun og […]
Þorskkvótinn dregst saman um átta þúsund tonn

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki á fiskveiðiskip fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og fengu 456 skip í eigu 377 aðila úthlutað. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu. Þar segir jafnframt að heildarúthlutun sé rúm 287 þúsund þorskígildistonn. Úthlutun í þorski er rúm 160 þúsund þorskígildistonn en var tæp 168 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu […]
Haustmæling á loðnustofninum hafin

Haustmæling Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlindastofnunar Grænlands á loðnustofninum munu standa yfir frá 23. ágúst til 22. september. Grænlenska rannsóknaskipið Tarajoq fór af stað nú um helgina og byrjar syðst á rannsóknasvæðinu (mynd 1). Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun svo koma inn í mælinguna 6. september. Áætlað er að verkefnið á Tarajoq taki 21 dag og verkefni Árna […]
Spurningin er bara hvar ýsan heldur sig

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í Neskaupstað í morgun. Á sama tíma landaði Gullver NS tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét ekki illa af veiðinni en sagði að aflinn væri langmest þorskur. „Það var […]
Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]
Vaðandi makríll við Hrauney

Talsvert var af makríl við Hrauney í gærkvöldi. Að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara mátti sjá vaðandi makríl á þessum slóðum. Undanfarin ár hefur verið minna um makrílinn við strendur Íslands og eru þetta því nokkuð óvænt að sjá makrílinn kominn aftur hingað. Að sögn Óskars Péturs leyndi það sér ekki að þarna var makríll […]
Eyjarnar landa á Djúpavogi

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir á Djúpavogi í gær. Þeir voru kallaðir inn vegna þess að fisk vantaði til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði í skipstjórunum og spurði frétta. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið þokkalegt juð. „Við fórum út frá Eyjum á fimmtudagskvöld. […]