Frábær stemning á árshátíð VSV

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Í frétt á vefsíðu VSV segir að hátíðin hafi hafist með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni. „Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, […]
„Við verðum að nýta tímann fram að áramótum“

Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að félagið skoði nú samstarf við önnur félög til að draga úr áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Hann segir að staðan í sjávarútvegi sé almennt mjög erfið og að nýja skattlagningin bitni sérstaklega á fyrirtækjum á landsbyggðinni. „Já, við höfum gert það,“ segir Binni í samtali við Eyjafréttir aðspurður um […]
Eyjarnar landa í heimahöfn

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa allir landað í vikunni sem er að líða. Á vef Síldarvinnslunnar er greint frá veiðiferðum hvers þeirra. Þar kemur fram að Vestmannaey VE hafi landað í heimahöfn í Eyjum á mánudaginn. Skipið var með fullfermi og lét skipstjórinn, Egill Guðni Guðnason, vel af sér. „Þetta var fínn túr og veðrið var […]
Hafró: Loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn

Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026, segir í […]
VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]
Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó. Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]
Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]
Veiða bæði fyrir vestan og austan land

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]
Eyjarnar landa í Eyjum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudag en í gær lönduðu Gullver NS á Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE í Vestmannaeyjum. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og forvitnaðist um gang veiðanna. Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn hefði verið […]
Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]