Happafley kveður Heimaey

Á miðvikudagskvöldið hélt Heimaey VE í síðasta sinn úr heimahöfn. Ísfélagið hefur selt skipið til Noregs og verður afhent kaupendum í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út. Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur […]
„Mjög mikilvægur vettvangur fyrir okkur”

Í dag lýkur sjávarútvegssýningunni Seafood Expo. Sýningin, sem hefur staðið yfir síðan á þriðjudag er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var lengst af haldin í Brussel í Belgíu en var færð yfir til Barcelona og er sýningin í ár haldin í fjórða sinn á Spáni. Vinnslustöðin var venju samkvæmt með bás á sýningunni […]
„Fín veiði og kvótavæn blanda”

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hefði verið mjög góð. „Við byrjuðum á að taka tvö hol á Ingólfshöfða og þar fékkst blandaður afli en síðan var haldið á Skerbleyðuna út af Hornafirði. Þar var fín veiði og kvótavæn […]
Um 23 þúsund tonn af kolmunna á land í Eyjum

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir að Vinnslustöðin hafi farið aftur af stað í kolmunna í byrjun apríl. „Síðan þá hafa veiðarnar gengið mjög vel og Gullberg var að klára að landa þriðja farminum í síðustu viku.” Þegar við heyrðum í Sindra í lok síðustu viku var Huginn í sínum þriðja […]
Heimaey VE seld til Noregs

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku. Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í […]
„Menn vilja spara þorskinn”

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á laugardaginn og systurskipið Vestmannaey VE landaði þar einnig fullfermi í fyrradag. Bæði skip lögðu áherslu á ýsuveiði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, lét vel af túrnum. „Við tókum aflann á Víkinni og þetta var mest ýsa en töluvert af þorski með. […]
Strandveiðar hafnar – myndir

Strandveiðar hófust í dag. Veiðitímabilið stendur yfir í 48 daga. Gefin hafa verið út 775 leyfi í ár og er þetta er metfjöldi báta á strandveiðum. Til samanburðar lönduðu 756 bátar afla á strandveiðum í fyrra. Strandveiðarnar virka þannig að bátar mega veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Veiða má 12 daga í hverjum […]
Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]
Tap á rekstri Vinnslustöðvarinnar í fyrra

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2024 var haldinn í húsakynnum félagsins í gær. Helstu tölur félagsins eru eftirfarandi: Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af […]
„Góð veiði í bongóblíðu”

Bergur VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað vel að undanförnu. Túrar skipanna hafa verið góðir og stuttir. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Grindavík á laugardaginn og síðan lönduðu þau aftur fullfermi í Eyjum á mánudaginn. Rætt var við skipstjórana á síðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir nánar út í veiðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, […]