Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]
Ísfélag – Makrílvertíð lokið og síldarvertíð tekur við

Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka. Öll uppsjávarskip félagsins, […]
„Bölvuð bræla”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í gærmorgun. Afli hvors skips var um 40 tonn. Skipstjórarnir sögðu – í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar – að komið hefði verið til löndunar af tveimur ástæðum; annars vegar hefði verið komin bölvuð bræla og hins vegar hefði fisk vantað til vinnslu hjá Vísi í […]
Lokun Leo Seafood

Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum […]
„Þetta er nákvæmlega það sem við óttuðumst“

Í kjölfar hópuppsagna hjá Vinnslustöðinni hafa margir spurt hvort varað hafi verið nægilega við afleiðingum nýsamþykktra laga um veiðigjöld. Aðspurð hvort uppsagnirnar hafi komið henni á óvart segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, að svo hafi ekki verið. „Þetta er sárt, en því miður ekki ófyrirséð. Við vöruðum við því í þingumræðum að […]
„Um kvótavæna blöndu að ræða”

Veiði hefur gengið vel hjá ísfisktogurum Síldarvinnslusamstæðunnar og hafa þeir jafnvel komið til löndunar tvisvar í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir frétta af veiðunum en Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu á miðvikudag í Vestmannaeyjum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði einnig á miðvikudag í Grindavík og Gullver […]
„Verulega slæmar fréttir“

„Það eru verulega slæmar fréttir að loka eigi vinnslu Leo Seafood. Það eitt ætti kannski ekki að koma á óvart eftir erfiðan rekstur síðustu ár og mikið tap sérstaklega síðustu tvö ár. Þetta verður mikið högg fyrir samfélagið ef allir þeir sem fengu uppsögn núna um mánaðamótin munu missa vinnuna þegar upp verður staðið.“ Þetta […]
Síðustu túrar kvótaársins hjá Eyjunum

Þrír ísfisktogarar úr Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu að loknum síðasta túr kvótaársins um nýliðna helgi og allir voru þeir með fullfermi. Bergey VE landaði í Grindavík á laugardag og það gerði einnig Jóhanna Gísladóttir GK. Vestmannaey VE landaði síðan í Eyjum á sunnudag. Bergey og Vestmannaey voru mest með ýsu og ufsa en drýgstur hluti afla Jóhönnu […]
„Þetta er mikið högg”

„Þetta eru náttúrulega ömurlegar fréttir. Því miður gat maður alveg búist við því að til einhverra slíkra aðgerða kæmi en þetta er mikið högg. Ég held að í allri umræðu um veiðigjöld, sægreifa, ofurhagnað, sanngirni og öll önnur hugtök sem eru notuð í opinni umræðu þá megum við ekki gleyma að þarna eru 50 einstaklingar […]
„Við verðum að standa með fólkinu“

„Hugur okkar hjá Drífanda – og örugglega bæjarbúa allra er hjá fólkinu sem var sagt upp,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í kjölfar þess að Vinnslustöðin tilkynnti um lokun bolfiskvinnslu Leo Seafood og uppsögn 50 starfsmanna. Fundar með fólkinu – vonir um að hluti fái störf áfram Drífandi mun funda með fólkinu í vikunni, […]