Komnir í Smuguna í leit að makríl

Makrílvertíðin stendur nú yfir og hafa veiðarnar gengið upp og ofan. Heimaey VE kom til heimahafnar í gær með um 450 tonn. „Við erum búnir að fá rúm 5.000 tonn og það er því nóg eftir af kvótanum sem er um 20.000 tonn,” segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Að sögn Stefáns […]
Bergey landaði í Grindavík

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. […]
Strandveiðum er lokið

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí.” Framangreindur texti birtist síðdegis í dag á vefsíðu Fiskistofu. Það er því ljóst að strandveiðitímabilinu þetta árið er lokið en strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra náðist ekki að afgreiða á Alþingi. Frumvarpið var lagt […]
Bergey landar í Eyjum og Vestmannaey í slipp

Bergey VE kom til heimahafnar í Eyjum í morgun með fullfermi. Aflinn var góð blanda af þorski, ýsu og ufsa. Systurskipið Vestmannaey er hins vegar í slipp á Akureyri en gert er ráð fyrir að það haldi til veiða um næstu helgi, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við […]
Víðir Reynisson: ,,Sögðumst ekki ætla að fara svona hratt”

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð um Vestmannaeyjar. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði á dögunum og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál sem brenna á […]
Hækkunin á Vestmannaeyjar slagi í hátt í tvo milljarða

„Ég er bæði hissa á aðferðarfræðinni og látunum við að klára málið. Ég hef bent á það áður og það hefur verið bent á það með gögnum úr mörgum áttum hvaða skekkjur eru í frumvarpinu. Hvernig því var svo breytt á milli 1. og 2. umræðu var á kostnað Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Hvernig þingmenn stjórnarflokkana […]
Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]
Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]
Eykur aflaheimildir til strandveiða

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]
„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]