Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]

„Ég ætlaði aldrei að hætta í út­gerð“

Binni Sigurjón Scaled 1024x683 Cr

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]

Eyjafiskur í aðalhlutverki á jólaborðum Portúgala

Porto IMG 20251101 WA0005

Saltfiskurinn gegnir lykilhlutverki í jólahaldinu í Portúgal, þar sem eftirspurnin eykst verulega þegar hátíðin nálgast. Hjá fyrirtækinu Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stendur nú yfir annasamasti tími ársins við framleiðslu og kynningu á úrvals jólasaltfiski sem ber heitið Bacalhau Especial – Cura superior 9 meses. Fiskurinn, sem byggir á íslensku hráefni, hefur verið látinn þroskast í salti […]

Eyjaskip í vísindaleiðangri umhverfis Ísland

Togararnir Þórunn Sveinsdóttir VE og Breki VE frá Vinnslustöðinni voru meðal skipa sem tóku þátt í þrítugustu stofnmælingu botnfiska að haustlagi, svokölluðu haustralli, sem lauk 17. október síðastliðinn. Auk þeirra sigldi rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF, og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að skipstjórar hafi verið […]

Úrgangur verður að verðmætum

Petur Willum IMG 8175

Vinnslustöðin hefur tekið í notkun nýja, háþróaða HDF hreinsistöð sem tryggir betri nýtingu hráefna og dregur úr umhverfisáhrifum. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Iðnver og þýska tæknifyrirtækið Huber Technology. Með nýju kerfi er hægt að endurheimta fitu og prótein úr fráveitu sem áður fóru til spillis og […]

Landað fyrir árshátíðarferð

Þessa dagana eru ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni að landa áður en áhafnir þeirra halda í árshátíðarferð til Póllands. Á fréttasíðu Síldarvinnslunnar er greint frá aflabrögðum þeirra og hvar veitt hefur verið. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Grundarfirði sl. sunnudag. Aflinn var um 60 tonn, mest þorskur sem fékkst á Strandagrunni. Smári Rúnar Hjálmtýsson skipstjóri sagði að […]

Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú sé​u​ teknar við kolmunnaveiðar og ​eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]

Ágæt aflabrögð hjá ísfisktogurunum

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir í eigu Síldarvinnslusamstæðunnar hafa verið á góðu róli í vikunni og allir skilað góðum afla. Samkvæmt upplýsingum á vef Síldarvinnslunnar hafa skipin landað víða, bæði á Austfjörðum og Suðvesturlandi, og eru skipstjórar almennt ánægðir með aflabrögð. Bergey VE landað tvisvar í vikunni Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey VE, segir að landað hafi verið tvisvar […]

Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Thorunn 20230724 170910 Cr

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]

Ísfisktogararnir með góðan afla

bergey_opf

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.