Samferða í nær hálfa öld

Auðbjörg Sigurþórsdóttir og Ragnheiður Hanna Sigurkarlsdóttir hafa unnið saman í fiski frá árinu 1980 og eru meðal þeirra sem nú kveðja Leo Seafood. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar hefur verið birt ítarlegt viðtal við þær þar sem þær líta um öxl, rifja upp vertíðir og vináttu og segja frá tilfinningunum þegar kveðjustundin rennur upp. Viðtalið má lesa […]
Eyjarnar landa í Neskaupstað

Að undanförnu hafa togarar Síldarvinnslusamstæðunnar verið að veiðum á Austfjarðamiðum. Jóhanna Gísladóttir GK landaði fullfermi í Grindavík í gær og Gullver NS landaði þá á Seyðisfirði. Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey og Bergey eru síðan að landa í Neskaupstað í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur, sagði að veiðiferðin hefði […]
Stefna á að klára 9.000 tonn fyrir jól

Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir síldveiðar félagsins hafa farið vel af stað á þessu hausti. „Við byrjuðum í síðustu viku á síldveiðum úr íslenska stofninum. Okkar heimildir eru um 13.700 tonn, en við vorum búnir að taka ca. 2.700 tonn fyrir austan í bland við veiðar úr norsk-íslenska stofninum,“ segir hann. Aðspurður um hvað Ísfélagið […]
Niðurstöður tilrauna lofa góðu

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu, segir í frétt á vef Matís. Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til […]
Hafa landað í sjö höfnum í síðustu átta túrum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu á Djúpavogi á sunnudaginn. Skipin voru kölluð inn til löndunar vegna þess að það vantaði fisk til vinnslu í vinnslustöðvar Vísis í Grindavík. Vestmannaey var með um 60 tonn og Bergey með 44 tonn en aflinn fékkst á Breiðamerkurdúpi, Lónsbugtinni og í Sláturhúsinu. Drjúgur hluti aflans var ufsi. […]
Blandaður afli hjá Eyjunum

Eyjaskipin Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði í Þorlákshöfn í gær. Rætt er við skipstjóranna á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir fregna af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson á Bergey lét vel af sér. „Við hófum túrinn út af Sandgerði en þar var þokkalegt skjól. Síðan var haldið á Sannleiksstaði út af Þorlákshöfn og þar […]
„Stöðugleiki er lykillinn“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Qingdao var haldin í 28. sinn í haust og dregur að sér fyrirtæki og gesti alls staðar að úr heiminum. Í viðtali á vef Vinnslustöðvarinnar segir Yohei Kitayama, sölustjóri VSV Japan, sýninguna vera einn mikilvægasta vettvang í heimi fyrir viðskipti með sjávarafurðir og að þátttaka VSV skipti máli til að fylgjast með […]
Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]
Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]