Segja forsendur samninga kunni að bresta

Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum […]
Í stórsjó á Vestfjarðamiðum

Breki VE kom til heimahafnar í morgun eftir tæplega tveggja vikna bræluúthald á Vestfjarðamiðum, en millilandað var í Hafnarfirði í síðustu viku. Í myndbandsviðtali á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri að það hafi gengið fínt en veðrið hafi verið afleitt. „Með því verra sem maður lendir í,” segir hann m.a. Halldór B. Halldórsson ræddi […]
Hörkuveiði í Bæli karlsins

Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að gera það gott fyrir austan upp á síðkastið. Bergur landaði í gær í Neskaupstað og Vestmannaey kom þar til hafnar í dag. Bæði skip voru með fullfermi. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hafi verið mjög góð í lok […]
Stuttur og góður túr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við fengum allan aflann á Höfðanum og stoppuðum þar í einungis 31 klukkustund. Það var kaldafýla allan tímann á meðan við vorum að veiðum en við fengum hins vegar […]
Góður fyrirboði mættur í bergið

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður fylgist vel með fuglalífinu. Þetta hefur hann gert í að verða þrjá aldarfjórðunga, og tók hann við keflinu af föður sínum sem einnig hafði haft sömu iðju uppi í áratugi. Í ferð sinni austur á Eyju í morgun tók Sigurgeir upp kíkinn til að kanna bergið í Ystakletti. Viti menn, […]
Ójöfn samkeppnisstaða Norðmanna hallar mjög á hagsmuni Íslendinga

Aukinn innflutningur þorsks og annarra tegunda til Noregs Í tölum um innflutning til Noregs kemur skýrt fram að innflutningur á þorski frá öðrum veiðum en norska skipa, hefur stóraukist. Reyndar á það líka við um fleiri fisktegundir en aukningin er langmest í innflutningi þorsks. Á myndinni hér að neðan má sjá innflutning Norðmanna á þorski […]
Haldið til veiða eftir veðurofsann

Ísfisktogarar í Síldarvinnslusamstæðunni eru um þessar mundir að halda til veiða að loknum þeim veðurofsa sem ríkt hefur síðustu dagana. Togararnir hafa legið í höfn í um það bil vikutíma. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagðist vera ósköp feginn […]
Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]
Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]
Nýjustu loðnumælingar í takt við fyrri mælingu

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags þessarar viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun Bæði skipin […]