Segja forsendur samninga kunni að bresta

Landad St IMG 0272

Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum […]

Í stórsjó á Vestfjarðamiðum

maggi_breki_vsv_is

​Breki VE kom til heimahafnar í morgun eftir tæplega tveggja vikna bræluúthald á Vestfjarðamiðum, en  millilandað var í Hafnarfirði í síðustu viku. Í myndbandsviðtali á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri að það hafi gengið fínt en veðrið hafi verið afleitt. „Með því verra sem maður lendir í,” segir hann m.a. Halldór B. Halldórsson ræddi […]

Hörkuveiði í Bæli karlsins

bergur_vestmannaey_0523

Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að gera það gott fyrir austan upp á síðkastið. Bergur landaði í gær í Neskaupstað og Vestmannaey kom þar til hafnar í dag. Bæði skip voru með fullfermi. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hafi verið mjög góð í lok […]

Stuttur og góður túr

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við fengum allan aflann á Höfðanum og stoppuðum þar í einungis 31 klukkustund. Það var kaldafýla allan tímann á meðan við vorum að veiðum en við fengum hins vegar […]

Góður fyrirboði mættur í bergið

Svatf Sj Is La

Sig­ur­geir Jónas­son, ljós­mynd­ari og fugla­áhugamaður fylgist vel með fuglalífinu. Þetta hefur hann gert í að verða þrjá aldarfjórðunga, og tók hann við keflinu af föður sínum sem einnig hafði haft sömu iðju uppi í áratugi. Í ferð sinni austur á Eyju í morgun tók Sigurgeir upp kíkinn til að kanna bergið í Ystakletti. Viti menn, […]

Ójöfn samkeppnisstaða Norðmanna hallar mjög á hagsmuni Íslendinga

DSC01807

Aukinn innflutningur þorsks og annarra tegunda til Noregs Í tölum um innflutning til Noregs kemur skýrt fram að innflutningur á þorski frá öðrum veiðum en norska skipa, hefur stóraukist. Reyndar á það líka við um fleiri fisktegundir en aukningin er langmest í innflutningi þorsks. Á myndinni hér að neðan má sjá innflutning Norðmanna á þorski […]

Haldið til veiða eftir veðurofsann

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogarar í Síldarvinnslusamstæðunni eru um þessar mundir að halda til veiða að loknum þeim veðurofsa sem ríkt hefur síðustu dagana. Togararnir hafa legið í höfn í um það bil vikutíma. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagðist vera ósköp feginn […]

Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Vitinn

​Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]

Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]

Nýjustu loðnumælingar í takt við fyrri mælingu

Vsv Lodna3

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags þessarar viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun Bæði skipin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.