42% minna mældist af makríl

Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður liggi fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024. Meginmarkmið þessa árlega leiðangurs var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurssvæðið var 2,2 milljón ferkílómetrar sem […]
Góður afli á Örvæntingu

Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Aflinn var mest þorskur en einnig töluvert af ufsa og dálítið af ýsu. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvernig túrinn hefði gengið fyrir sig. Jón Valgeirsson á Bergi sagði að þeir hefðu hafið veiðar […]
Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]
Fjórðungs aukning á milli ára

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,5 milljörðum króna í júlí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti á dögunum. Það er nokkuð myndarleg aukning frá júlí í fyrra, eða sem nemur um 26% í krónum talið. Þar sem gengi krónunnar var um 2% veikara nú í júlí en í sama mánuði í fyrra er aukningin aðeins […]
Lönduðu fullfermi í Eyjum

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE komu bæði til heimahafnar með fullfermi til löndunar á mánudaginn. Rætt er við skipstjóra beggja skipa á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af sér. „Það verður ekki annað sagt en að veiðiferðin hafi gengið nokkuð vel. Að þessu sinni lögðum við mikla áherslu á […]
„Minnir á Þjóðhátíð Eyjamanna“

Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda […]
23% minni afli í júlí í ár

Í júlí lönduðu íslensk skip rúmum 78,3 þúsund tonnum af afla sem er 23% minni afli en í júlí 2023. Mikill samdráttur var í veiðum á uppsjávarafla, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá ágúst 2023 til júlí 2024 var tæplega 1,1 milljón tonn sem er 27% […]
Óvenjulangur túr hjá Vestmannaey

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. „Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey […]
Makríll einungis suðaustur af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og […]
Makrílveiðin að glæðast

„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst. Aðspurður um […]