„Förum út þegar vindur gengur niður”

bergur_vestmannaey_0523

Ísfisktogarinn Bergur VE kom til Neskaupstaðar sl. nótt með 65 tonna afla. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að veður hafi verið gott í túrnum þar til í blárestina. „Aflinn er mest ýsa og þorskur og hann fékkst allur á Tangaflakinu. Það var komið leiðindaveður í gær og á að vera verra í dag samkvæmt spá. Við […]

Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum

K94A1187

Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]

Áfram landað fyrir austan

sjomadur_bergey_opf_22

Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða […]

Systurskipin landa fyrir austan

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Systurskipin Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði enn og aftur fullfermi í Neskaupstað á miðvikudag og í gær. Á vef Síldarvinnslunnar segir að afli beggja skipa hafi verið langmest þorskur, vænn og fallegur fiskur. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veðrið hafi verið afar leiðinlegt þegar veiðar hófust. „Við hófum veiðarnar norðarlega […]

Kynna afurðir sínar í Kína

20241030 150624 Bas Kina

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]

Sannarlega komið að endurnýjun flotans

Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]

Góður afli fyrir austan í haust

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum í gær og höfðu landað í Neskaupstað á mánudaginn. Aflinn í fyrri túrnum hjá skipunum var mest þorskur en ýsa í þeim síðari hjá Bergi en blandaður afli hjá Vestmannaey. Skipstjórarnir, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey, segja í samtali við […]

Skýlaus krafa að Hafrannsóknastofnun sé fullfjármögnuð

lodna_mid_op

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Svona hefst bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á þriðjudaginn sl. Í bókuninni segir enn fremur að ef ekki verði loðnuvertíð […]

„Á mettíma í haustrallinu”

20241016 143943

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á  Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]

Áhersla lögð á ýsuveiði

Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað í gærmorgun og í kjölfarið kom Vestmannaey VE. Afli skipanna var mestmegnis ýsa en einnig dálítill þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veitt hafi verið út af Austfjörðum í fínasta veðri. „Við byrjuðum á Glettingi og fengum þar ágætt af ýsu. Síðan var haldið á Gerpsiflak […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.