Upp­bygg­ing hjá Ísfé­lag­inu á Þórs­höfn

Ísfé­lag Vest­manna­eyja á Þórs­höfn stend­ur í mikl­um fram­kvæmd­um, en í vor hófst vinna við stækk­un fisk­vinnslu­húss um 600 fer­metra. „Verið er að stækka rýmið vegna bol­fisk­vinnslu, setja upp nýja lyft­ara­geymslu, stækka mót­tökukæl­inn og koma fyr­ir betri aðstöðu fyr­ir aðgerð og grá­sleppu­vinnslu en hluti stækk­un­ar er líka vegna búnaðar fyr­ir vinnslu upp­sjáv­ar­fisks. Einnig verður þarna rými […]

Eyjarnar lönduðu tvisvar fullfermi í síðustu viku

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu tvisvar fullfermi í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Bæði skipin komu til löndunar á mánudag og síðan aftur á fimmtudag. Þau héldu síðan á ný til veiða á föstudagskvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra á Bergey. „ Það var hörkuveiði hjá báðum skipum í síðustu […]

Aflamagni ráðstafað til sérstakra aðgerða á fiskveiðiárinu 2020/21

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 29 þúsund tonnum aflamagns í bolfiski til sérstakra aðgerða. Er það nokkuð minna magn en á síðasta fiskveiðiári sem skýrist af samdrætti í leyfilegum heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár sem fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru – kynningarmyndband

Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, sem undirbýr nú byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey, hefur látið útbúa kynningarmyndband um eldið og framkvæmdina. Það er verkfræðistofan Efla sem framleiðir myndbandið. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við verkefnið. Myndbandið sýnir á skemmtilegan hátt útlit og […]

Ráðstöfun á 4.000 lesta viðbótaraflaheimilda í makríl

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ráðstöfun 4.000 tonna af makríl til skipa í B-flokki gegn gjaldi. Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar og eru helstu breytingar þær að skip sem fengið hafa úthlutað meira en 30 tonnum geta ekki sótt um í pottinn fyrr en þau hafa veitt 75% af […]

720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun. Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu […]

Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum.  Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]

Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér. Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á […]

Bylgja VE leigð til Grindavíkur

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er ekki útilokað að farið verði út í nýsmíði. Með Bylgju VE gerir Vísir í fyrsta sinn út skip til togveiða. „Kristín er komin á tíma og fer í pottinn,“ segir Pétur. Kristín er 41 […]

Bergey og Vestmanney gefið nafn á goslokahátíð í Vestmannaeyjum

Á goslokahátíð í Vestmannaeyjum, um helgina var nýju togurum Berg-Hugins, Bergey og Vestmanney formlega gefið nafn eins og hefð er fyrir þegar tekið er við nýjum skipum. Athöfnin fór fram á bryggjunni í blíðu veðri og að lokinni athöfn gátu Eyjamenn skoðað þessi glæsilegu skip. Mikil kátína var meðal mannskapsins og vonast menn til að […]