Fiskistofa tók tilboði Sigurðar VE 15

Sigurður VE við bryggju

Fiskistofa birti í dag niðurstöðu tilboðsmarkaðarins í júní. Úrvinnslu var þar með lokið á aflamarkaðsskiptum. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021 nr. 726/2020. Að þessu sinni var 7.453.231 aflamark af makríl í boði og samþykkt voru 976.380 aflamark af þorski. […]

Nýbakaðir sjávarútvegsfræðingar ráðnir til starfa í Vinnslustöðinni

Hallgrímur og Dagur

„Vinnslustöðin var alltaf fyrsti kostur sem vinnustaður enda var ég í góðu sambandi við hana á námstímanum og lokaverkefnið tengdist fyrirtækinu,“ segir Dagur Arnarsson, nýútskrifaður úr sjávarútvegs- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri og nú fastráðinn starfsmaður VSV. Annar nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, Hallgrímur Þórðarson, er líka kominn í fast starf hjá Vinnslustöðinni. […]

Veiddu eina stærstu sandhverfu sem veiðst hefur við Ísland

Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinsslunnar. Í afla skipsins var sandhverfa sem mun vera ein hin stærsta sem veiðst hefur hér við land. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hann fyrst hvar fiskurinn hefði veiðst. „Við veiddum þennan fisk við […]

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun í þorski

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 256.593 […]

Stefna að 50% samdrætti í losun íslensks sjávarútvegs

Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að a.m.k. 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030. Ljóst er að í þessu felst mikil áskorun, enda hefur orðið mikill samdráttur í losun undanfarin ár. Næstu […]

Til að tryggja góð lífskjör þarf að auka verðmætasköpun og útflutning

Undir lok liðinnar viku var tilkynnt að nýr fríverslunarsamningur við Bretland væri í höfn. Útganga Bretlands úr ESB skapaði mikla óvissu og því voru tíðindin ánægjuleg. Bretar eru mikil vina- og samstarfsþjóð og á grundvelli EES-samningsins hefur markaðsaðgangur fyrir vörur frá Íslandi verið með ágætum. Það var því mikilvægt að tryggja að svo yrði áfram […]

Umframafli í strandveiðum

Leyfi til strandveiða hefur verið gefið út til 630 báta og er landaður afli strandveiðibáta í gær mánudaginn 7. júní samtals 3.208.066 kg., sem er 28,38% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021. Frá þessu er greint á vef fiskistofu. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 […]

Það sagði mér enginn að það væri auðvelt að vera útgerðarmaður eða sjómaður

Góður afli á handfæri í mars og apríl Strandveiðar ganga illa í Eyjum eftir frábært vor á handfærum.   Afli færabáta í mars og apríl var gríðarlega góður.  Þannig var Víkurröst VE með 62 tonn og Þrasi VE með 41 tonn en þeir voru tveir aflahæstu færabátar landsins í lok apríl samkvæmt upplýsingum á aflafrettir.is.  Strandveiðitímabilið […]

Þórður Rafn opnar sjóminjasafn

„Upphafið var að ég var að henda netariðli á vertíðinni 1976 að ég rak tærnar í handfang á stórum gaslampa,“ segir Þórður Rafn Sigurðsson, skipstjóri og fyrrum útgerðarmaður Dala Rafns VE um sjóminjasafnið sem hann opnar í dag klukkan 13:00 í um 350 fermetra húsi hans við Flatir 23. „Rekist ég á eitthvað forvitnilegt tengt […]

Gleðilega sjómannahelgi!

Stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar óska sjómönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn 2021 og vænta þess að sjómannahelgin öll verði bæði notaleg og gleðirík. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að sjómenn og aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafi staðið frammi fyrir erfiðum áskorunum vegna veirufaraldursins undanfarin misseri og staðist þær með prýði. Það beri að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.