Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu. Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á […]
Mokveiði bæði í þorski og ýsu

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, komu báðir með fullfermi til Eyja í gær eftir stutta veiðiferð frá þessu er greint í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Aflinn var að mestu ýsa og þorskur en nokkuð einnig af ufsa og lýsu. Heimasíðan ræddi við skipstjórana og spurði þá hvernig vertíðin gengi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á […]
Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd

Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]
Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]
Eyjarnar landa annan hvern dag

„Nú er stuð á þessu. Vestmannaey og Bergey hafa landað fullfermi annan hvern dag að undanförnu. Þær hafa landað fjórum sinnum undanfarna viku og eru að landa í dag. Þetta gerist vart betra og nú er hægt að tala um alvöru vertíð,“ segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Bergey kom til löndunar í morgun […]
26 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar

Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin […]
Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]
Vaðandi loðna undir Látrabjargi

Hinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Þarna óð loðnan,” segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, […]
Verðmunur til skoðunar

Atvinnuvegaráðuneytið setti fyrir þó nokkru síðan af stað sameiginlegt norrænt verkefni um verðmyndun í uppsjávarveiðum í Norður-Atlantshafi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greindi frá þessu á Alþingi í síðustu viku og sagt er frá á vef Fiskifrétta. Hann var þar að svara fyrirspurn frá Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar, um viðbrögð við tíðindum sem bárust […]
Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]