Listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa til sjós
19. október, 2022

Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim, að því er seg­ir um vegg­spjaldið í til­kynn­ingu frá Sam­göngu­stofu.

12 hnútar er listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa eða atvika til sjós. Fjölmargir hagaðilar taka þátt í verkefninu og gefin verða út tólf veggspjöld á árinu 2022 sem miða að því að auka vitund og umræðu um öryggismál sjófarenda.

Fyrirmyndin er sambærilegt verkefni „The Dirty Dozen“ sem er listi yfir tólf algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi.

Veggspjöldin tólf verða birt hér jafnóðum og send á hagaðila sem tengjast siglingum. Hægt er að vista veggspjöldin, senda áfram, prenta út eða miðla á þann hátt sem hentar best þannig að öflug og góð dreifing náist.

12 hnútar á ensku

Fyrir frekari upplýsingar eða þátttöku í verkefninu má senda póst á fraedsla@samgongustofa.is

#1. Áhugaleysi fyrir öryggi

Í þessu fyrsta veggspjaldi 12 hnúta er tekið á einum þeirra mannlegu þátta sem oft getur leitt til alvarlegra slysa á sjó en það er „Áhugaleysi fyrir öryggi.” Á spjaldinu er bent á nokkur mikilvæg atriði sem geta komið í veg fyrir þessa hættu eða dregið úr henni og jafnframt aukið virkni og áhuga fólks fyrir öryggi á sjó.

1.-12-HNUTAR.-AHUGALEYSI-FYRIR-ORYGGI_1645445668618

#2. Kæru- og agaleysi

Í veggspjaldi nr. 2 í röðinni 12 hnútar er fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjómenn þurfa að hafa í huga til að koma í veg fyrir að „Kæru- og agaleysi” verði vandamál með tilheyrandi slysahættu. Í þessu sambandi er m.a. fjallað um mikilvægi þess að gætt sé hreinlætis, að viðurkenndum verklagsreglum og gátlistum sé fylgt, að öll atvik sem leiða eða leitt geta til slysa séu skráð og að menn treysti ekki á heppnina.

2.-12-HNUTAR.-KAERU-OG-AGALEYSI_1645445669173
#3. Skortur á fræðslu og þjálfun

Í veggspjaldi nr. 3 í röðinni 12 hnútar er fjallað um hvað sjómenn þurfa að hafa í huga svo öryggi þeirra sé sem best tryggt með viðeigandi fræðslu og þjálfun. Skortur á því hefur leitt til margra mjög alvarlegra slysa á sjó. Svokallaður „besserwisser“ (beturviti) er ekki líklegur til að tryggja góð afköst né öryggi. Mikilvægt er að skipverjar hafi fullnægjandi þekkingu á þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur og hiki ekki við að spyrja ef þeir vita ekki. Að fólk falli ekki í þá freistni að giska á hvernig vinna eigi verkin heldur óhikað afli sé fullngæjandi þekkingar. Til að tryggja þetta sem best er mælt með því að öll áhöfnin sæki viðeigandi námskeið og þjálfun.

3.-12-HNUTAR.-SKORTUR-A-FRAEDSLU-OG-ThJALFUN

#4. Ofmat á eigin hæfni

Í fjórða mánuði ársins – apríl – er fjórða rafræna veggspjaldið í seríunni 12 hnútar gefið út. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er. Að maður sé ætíð tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim. Líkt og komið er inn á í spjaldi nr. 3 þá er svokallaður „besserwisser“ (beturviti) ekki líklegur til að tryggja öryggi.
Maður er ekki metinn af því sem maður þykist geta heldur því sem maður getur. Of mikið sjálfstraust getur verið merki um fáfræði og mikilvægast af öllu er að fylgja siglingareglum og leiðbeiningum framleiðanda tiltekinna tækja og áhalda. Gott er að deila hugmyndum og skoðunum með öðrum í áhöfninni og komast þannig að sameiginlegri niðurstöðu um bestu leiðina til að leysa málin.

4.-12-HNUUTAR-OFMAT-AA-EIGIN-HAEFNI

#5. Þekkingarleysi

Í veggspjaldi nr. 5 er fjallað um þá hættu sem stafar af þekkingarleysi við störf á sjó. Sá sem er tilbúinn að afla sér þekkingar er líklegri til að tryggja öryggi sitt og félaga sinna og það ber vott um sjálfsöryggi og skynsemi að fólk sé óhrætt við að viðurkenna vanþekkingu sína og afla sér vitneskju.

Á spjaldinu er komið inn á mikilvæg fyrirbyggjandi atriði svo komið sé í veg fyrir þessa hættu. Í því sambandi er einna mikilvægast að fólk fylgi ætíð nýjustu reglum og leiðbeiningum. Að fólk spyrji ef það veit ekki og að menn giski ekki – heldur séu vissir. Fram kemur einnig mikilvægi þess að sjómenn taki ávallt þátt í þjálfun og endurmenntun því enginn telst fullnuma sama hver reynslan er.

5.-12-HNUTAR-ThEKKINGARLEYSI-G

#6. Vöntun á réttum búnaði

Í veggspjaldi nr. 6 er umfjöllunarefnið sú hætta sem sjómenn geta staðið frammi fyrir ef vöntun er á nayðsynlegum öryggisbúnaði. Það að tiltækur öryggisbúnaður sé fyrir alla um borð í skipum getur skipt sköpum á ögurstundu.

Nefnd eru mikilvæg fyrirbyggjandi atriði svo hægt sé að koma fyrir að fólk standi frammi fyrir þessari hættu. Í því sambandi er mikilvægt að gæta þess reglulega hvert ástand öryggisbúnaðarins er og að nóg sé af honum fyrir alla um borð. Betra er að hafa of mikið af honum en of lítiið. Svo hægt sé að bregðast t.d. við bilunum með viðeigandi hætti er mikilvægt að um borð í bátnum eða skipinu séu verkfæri og varahlutir sem hægt er að grípa til. Einnig er mikilvægt að menn kynni sér nýjungar í öryggisbúnaði og tileinki sér það.

6.-12-HNUTAR-VONTUN-A-RETTUM-BUNADI.-1

#7. Íþyngjandi kröfur

Í veggspjaldi nr. 7 er umfjöllunarefnið sú hætta sem íþyngjandi kröfur geta skapað áhöfn og skipi.

Vitanlega heyrir það til undantekninga að t.d. fjárhagsleg verðmæti séu sett ofar öryggi áhafnar en ef það finnst ein slík undantekning þá er það einni of mikið.

Ef svo ólíklega vill til að gerðar séu íþyngjandi kröfur sem stefnt geta áhöfn í hættu hvetjum við menn til að sýna staðfestu og setja ætíð öryggi báts og áhafnar í forgang. Skoðið sérstaklega þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem tilgreindar eru hægra megin á spjaldinu.

7.-12-HNUTAR-IThYNGJANDI-KROFUR_1657796026456

#8. Skortur á samvinnu

Nú er áttunda rafræna veggspjaldið í röðinni 12 hnútar komið út og er umfjöllunarefnið nú sú hætta sem stafað getur af skorti á hæfni til samvinnu. Það getur birst í einstrengingslegri afstöðu eða hegðun.

Á veggspjaldinu er lögð áhersla á að leitað sé álits samstarfsfólks því það skiptir ekki máli hver hefur á réttu að standa heldur hvað sé rétt. Hlustum og leggjum til málanna.

8.-12-HNUTAR.-SKORTUR-A-SAMVINNU.-1#9. Þreyta

Það er oft um seinan sem fólk gerir sér grein fyrir þeirri hættu sem stafað getur af syfju og þreytu. Árlega verða mjög alvarleg slys á Íslandi sem rakin eru til þessa og ótal mörg tilfelli eru þar sem stýrimaður hefur sofnað við stýrið. Þetta er einmitt umfjöll níunda veggspjaldsins í röðinni 12 hnútar.

Á spjaldinu er lögð áhersla á að fólk þekki einkenni þreytu hjá sér og öðrum. Að gerðar séu ráðstafanir til að koma í veg fyrir þreytu og þær hættur sem geta fylgt henni. Margt annað er tilgreint sem sjómenn eru hvattir til að kynna sér á spjaldinu hér fyrir neðan.

9.-12-HNUTAR-ThREYTA

#10. Slæmar hefðir

„Æ þetta hefur alltaf virkað og ætti að gera það núna”. Þessi setning er ágætt dæmi um venjur sem fólk virðist ekki sjá ástæðu til að endurskoða. Þær hafa jú alltaf virkað þótt þær geti jafnvel verið á skjön við öryggisviðmið, reglur og viðhorf.

Í veggspjaldi númer 10 í röð 12 hnúta er tekið á þeirri hættu sem fylgt getur slæmum og úreldum hefðum. Á veggspjaldinu er nú sem fyrr bent á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir þær hættur sem af þessu geta stafað. Mikilvægt er að fólk líti ekki á það sem sjálfgefið að tiltekin venja sé besta og öruggasta leiðin. Það er jafnframt mikilvægt að vera óhrædd/ur við að gagnrýna og endurskoða hefðir.

10.-12-HNUTAR-SLAEMAR-HEFDIR

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst