Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]
Togararnir að fiska vel

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Skipin hafa lagt verulega áherslu á ýsuveiði og hafa þau fyrst og fremst veitt í Lónsbugtinni. Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. mánudag og var afli skipsins 107 tonn, mest ýsa. Bergey VE er að landa í Vestmannaeyjum og Vestmannaey […]
Ýmislegt fylgir skipum þegar þau eru seld

Skip Bergs-Hugins, Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey VE), hafa nýlega verið seld og þau leyst af hólmi af nýjum skipum. Bergey fékk nafnið Runólfur og var seld til Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, en Smáey fékk nafnið Sturla og var seld til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Bæði þessi skip voru smíðuð í Póllandi […]
Saltfiskframleiðendur standi í fæturna

Vetrarvertíð er nýlega lokið og Sverrir segir ávallt talsverðar birgðir saltfisks í landinu á þessum tíma. Þær séu hvorki meiri né minni en undanfarin ár. Aðal sölutíminn í fullsöltuðum saltfiski er haustin. Útbreiðsla kórónuveirunnar og gagnráðstafanir sem þjóðir heims hafa gripið til hafa haft talsverð áhrif á saltfiskmarkaðinn eins og flesta aðra geira sjávarútvegsins hér […]
Hægagangur hjá ísfisktogurunum

Rétt eins og að undanförnu er hægagangur á útgerð ísfisktogaranna Gullvers NS, Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE vegna kórónuveirufaraldursins. Gullver landaði 105 tonnum af blönduðum afla á Seyðisfirði sl. mánudag og hélt ekki til veiða á ný fyrr en á miðvikudagskvöld. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum sl. mánudag. Bergey hélt […]
Minni afli í kolmunna en undanfarin ár

Aðeins veiddust um 93 þúsund tonn af kolmunna frá janúar til aprílloka í ár. Kolmunnaveiðin það sem af er maímánuði gefur ekki tilefni til bjartsýni um að veiðarnar í ár slái við undangengnum þremur árum. Það verður að teljast ólíklegt að kolmunnvertíðin í ár toppi úr þessu fyrri ár en samanburður eftir mánuðum á 2017-2019 […]
Báðar Eyjarnar með fullfermi

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, […]
Bilun á hafnarvog olli verulegum frávikum

Hafnarvogin í Vestmannaeyjum bilaði með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöður vigtunar. Gögn sýna að veruleg frávik hafi verið í útreikningum ísprósentu vegna bilunarinnar og að hún hafi hugsanlega viðgengist lengur en Fiskistofa telur. Þetta getur hafa orðið til þess að upplýsingar sem notaðar hafa verið við aflaskráningu hafa verið rangar. Þetta kemur […]
Mikil aðsókn í starf vinnslustjóra hjá VSV

Vinnslustöðin auglýsti starf vinnslustjóra í saltfisk um miðjan aprílmánuð. Tæplega 40 umsóknir bárust í starfið. Umsóknir bárust bæði frá Íslandi og Portúgal en auglýsingin var einnig birt í portúgölskum miðlum. “Á næstu dögum verður farið yfir umsóknir og í kjölfarið rætt við þá umsækjendur sem koma til greina. Ætlunin er að ráðningu verði lokið fyrir […]
Strandveiðar að hefjast í skugga verðfalls

Mikið verðfall hefur orðið á fiskmörkuðum að undanförnu. Endurspeglar þetta sölutregðu á sjávarafurðum um allan heim. Gengi evru gagnvart krónu hefur hækkað um 15% frá því í september sem hefði að óbreyttu átt að leiða til verðhækkana. En svo virðist sem önnur lögmál ráði eins og almennur sölusamdráttur vegna heimsfaraldursins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, […]