Mjög dökk ráðgjöf
20. júní, 2022
Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni.

Hafrannsóknarstofnun gaf út fyrir helgina nýja ráðgjöf í veiðum fyrir næsta fiskveiðiár, eins og kunnugt er orðið. Ráðgjöfin felur í sér töluverða skerðingu í nokkrum mikilvægustu stofnunum og vildum við fá að heyra beint frá okkar fólki hér í Eyjum hvaða áhrif þetta gæti haft á veiðar og vinnslu í landi.

Niðurskurður Hafró núna kemur ekki á óvart, það eru auðvitað engu að síður mikil vonbrigði að þetta sé staðan og þarf að hafa í huga að samanlögð skerðing í þorski á síðan 2020 er 23%. Þessi skerðing á þremur árum jafngildir meðalársafla eins skips af þorski.„ Segir Sverrir Haraldsson sem er sviðsstjóri bolfiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni.

Annað sem kemur illa við okkur er mikil skerðing í gullkarfa og djúpkarfa en báðar karfategundirnar skerðast um 20%. Það er afar slæmt fyrir okkur sem erum með talsvert stóran hluta aflaheimilda okkar í gullkarfa auk þess sem djúpkarfi skiptir einnig miklu fyrir okkur. Horfur í karfa eru almennt frekar slæmar.

Einnig er lækkun á ráðgjöf í fleiri tegundum. Síld skiptir okkur miklu máli en hún dregst saman og eru það vonbrigði þar sem síldarstofninn hefur verið á uppleið. Einnig lækkar ráðgjöf í ufsa auk margra annarra tegunda, skötusel, þykkvalúra ofl. Heilt yfir er þetta mjög dökk ráðgjöf sem við erum að sjá núna.

Einu góðu fréttirnir sem skipta verulegu máli, eru aukning í ýsu um 23%. Ýsustofninn hefur verið á uppleið og virðist vera í góðu standi. Þetta hjálpar okkur mikið þar sem erum með stóran ýsukvóta og hófum ýsuvinnslu í Hafnarfirði á síðasta ári. Ýsan mun því vega eitthvað á móti skerðingum í þorski og karfa en þó bara að hluta til. Aukning í löngu, langlúru, keilu og fleiri tegundum er að sjálfsögðu jákvæð en vegur ekki þungt í heildarafla okkar.

Það má vissulega gagnrýna ýmislegt varðandi ráðgjöfina en hún er samt sem áður það eina sem við höfum til að byggja heildaraflann á. Farsælast er að atvinnugreinin og vísindin vinni saman og það samstarf má auka verulega. Einnig er afar slæmt að vita sem er, að Hafrannsóknir hafa skerst vegna minna fjármagns til þeirra frá ríkinu og um leið erum við með þessar slæmu niðurstöður núna.

Mestu skiptir að bregðast við niðurskurðinum með aðgerðum sem auka virði þess afla sem við höfum úr að spila. Vinnslustöðin er í góðri stöðu til þess þar sem við höfum byggt upp öfluga virðiskeðju, t.d. í Portúgal þar sem við erum í áframvinnslu og dreifingu á markaðnum með fyrirtæki okkar, Grupeixe. Einnig er uppbygging víðar sem skiptir enn meira máli nú en áður.„ Segir Sverrir að lokum. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst