Endurnýjaður samningur við Færeyjar um fiskveiðimál

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja náðu fyrr í vikunni samkomulagi um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5,600 tonn og […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,6 milljörðum króna í september. Það er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar og fjallað er um á Radarnum. Þetta er rúmlega 26% aukning í krónum talið frá september í fyrra. Aukningin í erlendri mynt er minni vegna lækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu, eða sem nemur um 10%. Af einstaka tegundum munaði […]

Auglýst eftir skipum til loðnumælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á skipum til bergmálsmælinga á stærð hrygningarstofns loðnu í vetur. Um er að ræða útboð vegna hefðbundinna mælinga sem verða notaðar til grundvallar að lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuveiða á vertíðinni 2020/21. Útboðin verða með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sammælast um […]

Leggja mat á fjár­hags­legt tjón

Mats­menn hafa verið dóm­kvadd­ir til að leggja mat á fjár­hags­legt tjón Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Hug­ins í Vest­manna­eyj­um vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir að tjón fyr­ir­tækj­anna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dóm­kvadd­ir mats­menn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið ein­hvern tíma. Hæstirétt­ur felldi […]

Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð. Þess má til gamans […]

Gamla punga­prófið heyr­ir sög­unni til

Frest­ur til að sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda í sam­ræmi við breytt lög renn­ur út 1. janú­ar 2021. Fyrsta sept­em­ber tóku gildi breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti í des­em­ber í fyrra á lög­um um áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa. Með samþykkt frum­varps­ins var skil­grein­ingu í lög­um á hug­tak­inu smá­skip breytt þannig að þau telj­ast […]

Bergur-Huginn ehf. festir kaup á útgerðarfélaginu Bergur ehf

Í dag var undirritaður samningur um kaup Bergs-Hugins ehf. á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 en hann var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 2005. Togarinn er […]

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun. Ábyrg og góð umgengni um náttúruna er skilyrði […]

Einfalda lagaumhverfi skipa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir nýjum heildarlögum um skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að […]

Byggja myndarlega í Eyjum

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum þar sem rísa mun 4.500 fermetra fiskvinnsluhús á tveimur hæðum og frystigeymsla í eigu Leo Seafood. Húsið verður hrein viðbót við núverandi starfsemi Leo Seafood að Garðavegi 14 þar sem nú starfa um 70 manns. Á síðasta ári voru unnin alls 7.000 tonn af hráefni í fiskvinnslu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.