Íslensk olía á skip og vinnuvélar

Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Á Íslandi er ónýtt ræktunarland til staðar fyrir repjuræktun. Hægt er að minnka losun margra gróðurhúsaloftegunda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt með því að breyta eldsneytisnotkun skipa og annarra vinnuvéla þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti […]

Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Vsv Lodna3

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]

Binni er bjartsýnn á loðnuvertíð

Útgerðarfyr­ir­tæk­in sem hafa lagt áherslu á upp­sjáv­ar­veiði hafa átt sögu­legt fisk­veiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnu­brest­ur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist frá því að loðnu­veiðar hóf­ust við Íslands­strend­ur árið 1963. Þetta hef­ur ekki ein­ung­is haft áhrif á fyr­ir­tæk­in og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að […]

Kvótaáramótin hin fínustu

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. mánudag, á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Komu skipin að landi eftir stutta veiðiferð og var afli Vestmannaeyjar 40 tonn og afli Bergeyjar 37 tonn. Skipin héldu til veiða á ný á mánudagskvöld og lönduðu bæði […]

Afladagbók eingöngu rafræn

Í dag 1. september fellur pappírsafladagbók alfarið úr notkun sbr. reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga íslenskra skipa með rafrænni afladagbók eða snjalltækjaforriti. Nú ber öllum fiskiskipum að skila dagbókarskráningu inn áður en löndun hefst eftir hverja veiðiferð. Breytingin var kynnt  fyrst 14. janúar sl. og hefur appið verið aðgengilegt og virkt […]

10,45% af úthlutuðu aflamarki til Eyja

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og undanfarin ár. Tekið er fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum […]

72% minna af makríl við Ísland

Hafrannsóknarstofnun hefur birt samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Vísitala lífmassa makríls var metinn 12,3 milljónir tonna sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst […]

Standa Helgi Seljan og RÚV enn við ósannindi sín um Vinnslustöðina?

Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfastir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012. Útvarpsstjóri getur í krafti reynslu sinnar og þekkingar úr fyrra starfi staðfest að þessi fullyrðing mín er […]

Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn […]

Í skrapi á Gula teppinu og í Sláturhúsinu

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í Vestmannaeyjum í gær og Bergey VE landaði þar í dag. Vestmannaey var með fullfermi af ýsu, þorski og karfa en afli Bergeyjar var um 60 tonn af ýmsum tegundum. Heimasíðan ræddi við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergey og spurði út í veiðiferðina. „Þetta var sannkallaður skraptúr hjá okkur en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.