Kap VE fer í loðnuleit

Ákveðið er að senda loðnuskipið Kap VE til loðnuleitar og rannsókna. Það verður 4. loðnuleiðangurinn í vetur. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morgun í a.m.k. tíu daga leiðangur. Í gær var unnið að skipulagningu. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verða með um borð. „Við þurfum að fara […]
Huginn landar ekki meir á Írlandi

Tilkynning birtist á vef Fiskistofu í gær þar sem fram kemur að ekki verði veitt frekari löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun. Huginn Ve er staddur í Kyllibegs á Írlandi þar sem landað var 1.900 tonn af kolmunna upp úr bátnum. Þurfum að sigla 400 sjómílum lengra fyrir 30% lægra […]
Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]
Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]
Afleiðingar lokunar alvarlegar

Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir fyrirtæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. „Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir […]
Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]
Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu […]
Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu til Vestmannaeyja í gær með fullfermi. Skipstjórarnir segja að nú sé vertíðin hafin og mikið sé af fallegum vertíðarfiski við Eyjarnar. Heimasíðan ræddi við báða skipstjórana og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að vel hefði fiskast af þorski og karfa í veiðiferðinni. „Við vorum […]
Niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar

Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að […]
Fundu töluvert magn af loðnu fyrir austan land

Uppsjávarveiðiskipin Börkur og Polar Amaroq sigldu fram á umtalsvert magn af loðnu fyrir austan land á leið sinni til kolmunnaveiða. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ sagði Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Berki NK í samtali við Eyjafréttir. Skipin gerðu Hafrannskóknarstofnun strax viðvart. „Þetta var allt gert eftir þeirra stjórn, við sigldum eftir ákveðnum […]