Báðar Eyjarnar með fullfermi

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, […]

Bil­un á hafnarvog olli veru­leg­um frá­vik­um

20200409 114314

Hafn­ar­vog­in í Vest­manna­eyj­um bilaði með þeim af­leiðing­um að það hafði áhrif á niður­stöður vigt­un­ar. Gögn sýna að veru­leg frá­vik hafi verið í út­reikn­ing­um ís­pró­sentu vegna bil­un­ar­inn­ar og að hún hafi hugs­an­lega viðgeng­ist leng­ur en Fiski­stofa tel­ur. Þetta get­ur hafa orðið til þess að upp­lýs­ing­ar sem notaðar hafa verið við afla­skrán­ingu hafa verið rang­ar. Þetta kemur […]

Mikil aðsókn í starf vinnslustjóra hjá VSV

Vinnslustöðin auglýsti starf vinnslustjóra í saltfisk um miðjan aprílmánuð. Tæplega 40 umsóknir bárust í starfið. Umsóknir bárust bæði frá Íslandi og Portúgal en auglýsingin var einnig birt í portúgölskum miðlum. “Á næstu dögum verður farið yfir umsóknir og í kjölfarið rætt við þá umsækjendur sem koma til greina. Ætlunin er að ráðningu verði lokið fyrir […]

Strandveiðar að hefjast í skugga verðfalls

Mikið verðfall hefur orðið á fiskmörkuðum að undanförnu. Endurspeglar þetta sölutregðu á sjávarafurðum um allan heim. Gengi evru gagnvart krónu hefur hækkað um 15% frá því í september sem hefði að óbreyttu átt að leiða til verðhækkana. En svo virðist sem önnur lögmál ráði eins og almennur sölusamdráttur vegna heimsfaraldursins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, […]

150 sóttu um 30 sumarstörf hjá VSV

Áður tíðkaðist að nán­ast all­ir sem sóttu um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um fengju vinnu og hef­ur þurft að sækja mann­skap til þess að upp­fylla þörf fyr­ir­tæk­is­ins. Þessi staða hef­ur held­ur bet­ur breyst og sóttu nú 150 ein­stak­ling­ar um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, seg­ir í svari Lilju Bjarg­ar Arn­gríms­dótt­ur, […]

Vertíðin einkennst af brælum og covidástandi

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudagsmorgun. Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum.  „Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið […]

Eðlileg krafa ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19 á fundi sínum í síðustu viku. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. […]

Aflabrögð á fyrra helmingi fiskveiðiársins

Heildarafli íslenska flotans þegar fiskveiðiárið 2019/2020, sem hófst 1. september 2019, var  hálfnað nam rúmlega 420 þúsund tonnum upp úr sjó. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 496 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla milli fiskveiðiára sem nemur um 15% eða um […]

Heimilt að stunda strandveiðar á almennum frídögum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Reglugerðin er efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í  þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á […]

Langþráð bræðsla

Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.