Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]
Fékk áskorun frá ungum Eyjastelpum

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar greindi hún þingheimi frá því að henni hafi borist skemmtileg áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum á dögunum, frá Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að lengja útivistartíma 10 til 12 ára barna. „Þeim þótti það bara […]
Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mælinga. Þær eru á bilinu 0,2-1,0 prósentustig og ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 27% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 22% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% Viðreisn, rúmlega, 9% Miðflokkinn, nær 8% Flokk fólksins, næstum 6% […]
Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]
Hverjir sögðu hvað

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]
Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Samfylkingarinnar eykst um ríflega fjögur prósentustig á sama tíma og fylgi Miðflokks minnkar um tæplega þrjú prósentustig og fylgi Flokks fólksins og Viðreisnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig. Breyting á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,1-1,0 […]
Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn. „Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar […]
Góð stemning á fundi Guðrúnar

Um fimmtíu sóttu fund Guðrúnar Hafsteinsdóttur formannsframbjóðanda í Sjálfstæðisflokknum sem haldinn var fimmtudagskvöld s.l. í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns fyrir tveimur vikum síðan og hefur síðan ferðast um landið og kynnt sína sýn á framtíð flokks síns. Guðrún kom inn á þing í þar síðustu kosningum til Alþingis […]
Guðrún með opinn fund í Eyjum

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og formannsframbjóðandi heldur fund í Vestmannaeyjum í kvöld. Fundurinn er liður í ferð Guðrúnar um landið sem hún hóf strax eftir að hún tilkynnti framboð hennar til formanns á fjölmennum fundi í Kópavogi um þar síðustu helgi. Framundan er sögulegur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, en þar verður kosið á milli tveggja […]