Sorporkustöð slegið á frest

Fyrirhuguð soprorkustöð var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Fram kom að ljóst væri að ríkið þarf að koma að lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga þar sem auknar kröfur hafa leitt til þess að ferlar til förgunar úrgangs eru orðnir mjög kostnaðarsamir. Uppbygging sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum hefur verið á dagskrá frá árinu 2016, en forsendur hafa breyst verulega síðan þá, bæði rekstrarlega […]

Grímuskyldu aflétt og opnunartími lengdur 

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tók gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra.   Breytingar frá og með 20. október:  Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500.  Nándarregla óbreytt 1 […]

Leyndardómsfullt bræðralag fundar

Bravó bræðralag

Bræðralag mun ríkja þegar menn verða bræður ‌- ‌Átakasvæði náttúru og næringu Síðastliðin föstudag var haldinn fyrsti fundur hjá nýju bræðralagi, Bræðralag Bravó. Meðlimir bræðralagsins eru nítján talsins, langflestir eru í eða úr Eyjum en einnig eru menn „að austan“ eins og það var orðað. Fréttamaður fékk veður af þessum fundi en bræðurnir forðuðust frétta. […]

Tölfræði er mælaborðið okkar, liggi hún ekki fyrir vitum við ekki stöðuna

Katrín Jakobsdóttir og ARndís Soffía sýslumaður

„Frumkvæðið að þessu verkefni kemur frá mér. Ég hef lengi haft áhuga á að draga fram tölfræði úr starfakerfum sýslumanna til að nýta við stefnumótun og áætlanir. Þar er að finna gríðarlegt magn af upplýsingum sem ekki eru nýttar með markvissum hætti í dag. Með því að draga fram tölfræðina m.t.t. kynja verða upplýsingarnar enn […]

Nauðsynlegt fyrir mig að vera í góðum tengslum við sveitarfélögin segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir og ARndís Soffía sýslumaður

Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra var í Vestmannaeyj­ um á dögunum. Erindið var að skrifa undir samstarfssamning milli ráðuneytis hennar og sýslumannsins, vegna verk­ efnis sem lýtur að kynjaðri tölfræði úr gagnagrunnum sýslumanna. Með honum á að verða hægt að greina hvort kynjahalli sé til staðar í málum sem rekin eru innan stjórnsýslunnar. Eyjafréttir tóku þær […]

Sýning um heimilislíf Herjólfs

Herjólfsbær

Athafnafólkið Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa í mörgu að snúast en hjónin reka lítið fjölskyldufyrirtæki undir nafninu Eyjatours sem hefur verið starfandi í sjö ár. „Við erum með persónulegar leiðsöguferðir auk þess að við bjóðum upp á private ferðir. Vinsælasta ferðin okkar er Puffin and Volcano ferðin“ segir Íris og bætir við […]

Ekki viss um að menn hefðu verið tilbúnir að taka á móti svona safni mikið fyrr

Kristín Jóhannsdóttir

Eldheimar skipa stóran sess í goslokahelginni hjá mörgum. Aðsókn er alla jafna mikil á safnið og ekki síður þá viðburði sem í boði eru á safninu þessa hátíðardaga sem fram undan eru. „Safnið hefur verið mjög vel sótt í kringum goslokin, bæði af goslokahátíðargestum, sem og öðrum ferðamönnum. Þetta er háannatíminn og því margir fleiri […]

Einstakur staður til að starfa og ala upp börn

Fjölskyldan

Það er ekki á allra vitorði en um nokkurra ára skeið hefur verið starfsstöð stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Stofnunin lýtur forystu Filipu Samarra. Filipa og samstarfsfólk hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á háhyrningum í verkefni sem kallast Icelandic Orca Project verkefnið hófst árið 2008 en síðan hefur verið unnið að því við […]

Aldrei verið háseti

Gísli Eiríksson kennari og vélstjóri á litríkan feril að baki í störfum sínum til sjós og lands. Hann hefur fylgt tveimur Herjólfum í gegnum smíðaferli og leiðbeint mörgum vélstjórum á sínum fyrstu skrefum til ýmissa verka. Það var því vel við hæfi að setjast niður með Gísla og ræða uppvöxtinn, sjómennskuna, Herjólf og kennsluna. „Ég […]

Milljón kíló af fiski á dag

Vestur af Skansinum er stór og mikil verksmiðja sem margir hafa séð en færri hafa augum litið innan frá. Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar tók til starfa árið 1963 og hefur því verið starfrækt í 58 ár. Með tæknivæðingu og auknum hreinlætis- og gæðakröfum hefur starfsemi verksmiðjunnar ekki verið eins sýnileg bæjarbúum og áður fyrr. Páll Scheving […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.