Dást að gæðum veitingastaðanna
MATEY – sjávarréttahátíð hefst með opnunarhátíð í dag. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman, í þriðja skiptið og vekja athygli á menningararfleiðinni og því fjölbreytta fiskmeti sem framleitt er í Eyjum. Boðið verður uppá margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni héðan úr Eyjum. Hátíðin verður sett í Sagnheimum í dag, miðvikudag […]
VSV: Framkvæmdir í fullum gangi
Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)
Vinnslan fer vel af stað hjá VSV
Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]
Gullberg á síldveiðar
Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla […]
„Minnir á Þjóðhátíð Eyjamanna“
Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda […]
Þrefalda nánast afköstin
„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]
Ánægðir með breytingarnar
Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega. […]
VSV: Endurskipuleggja útgerð uppsjávarskipa
Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða. Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE. Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum, er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á […]
Fyrsti makríllinn til Eyja
Makrílvinnsla er hafin í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar. Sighvatur Bjarnason VE kom til Eyja í gærkvöldi með fyrsta makrílfarminn í ár. Ólafur Óskar Stefánsson skipstjóri á Sighvati segir í samtali við Vinnslustöðvarvefinn að aflinn hafi fengist í Rósagarðinum. Hann segir að þeir hafi leitað á leiðinni en ekki orðið varir við makríl. Aðspurður um gæði segir hann […]
Víðförull bankamaður, menntaður í Suður-Kóreu, stýrir Marhólmum
„Víst er að ég er reynslunni ríkari eftir starf í Arionbanka á þremur stöðum á landinu en játa það fúslega að í mér blundaði alltaf að komast í sjávarútveginn til að taka þátt í því að skapa verðmæti fyrir kröfuharðan heimsmarkað sjávarafurða. „Ég horfði til ýmissa átta en þegar mér var bent á laust starf […]