Markvörður kvennliðs ÍBV í handbolta, Florentina Stanciu fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt. Florentina er besti markvörður íslensku deildarinnar en hún verður strax lögleg með íslenska kvennalandsliðinu. Florentina á að baki nokkra landsleiki með Rúmeníu en mun væntanlega leika fyrir Íslands hönd síðar á þessu ári.