Þetta var bara fjörugur leikur fannst mér. Við fengum fullt af færum, fengum mikið af dauðafærum og mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur,” sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV þegar Eyjafréttir náðu í hann eftir glæsilegan sigur gegn Blikum í kvöld. Heimir segir að leikurinn hafi verið rökrétt framhald af bættum leik undanfarið.