Keppt var í undankeppni Stíls 2009 á föstudaginn en Stíll er keppni í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Þema keppninnar í ár er endurvinnsla en í hverju liðið er tveir til fjórir keppendur úr 8. til 10. bekk grunnskólans. Keppnin er á milli félagsmiðstöðva á Íslandi en í undankeppninni í Eyjum ræðst hver verður fulltrúi Eyjanna í aðalkeppni lokakeppninnar. Sigurvegari kvöldsins urðu þær Alma Rós Þórsdóttir, Birta Marinósdóttir, Kristín Rós Gunnlaugsdóttir og María Ösp Árnadóttir.