Flug­in tíðari og vél­arn­ar stærri
31. júlí, 2019

Flug­ferðir til Vest­manna­eyja verða tíðari og sæta­fjöldi meiri yfir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is.
„Þetta verður svipað og und­an­far­in ár. Við verðum með fjölda ferða alla helg­ina. Stærsti dag­ur­inn er á mánu­dag­inn þegar við fljúg­um al­veg frá klukk­an sjö um morg­un­inn og fram á kvöld,“ seg­ir Ásgeir.

„Það eru tíðari ferðir á mánu­deg­in­um og svo stærri vél­ar. Það verður svipaður ferðafjöldi föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag en meiri sæta­fjöldi.“
Ásgeir seg­ir sölu flug­ferða ganga vel.
„Það fór hægt af stað en er að tikka mjög mikið upp þannig að við sjá­um fram á mjög flotta flutn­inga þessa helg­ina.
„Við erum enn þá að bæta við ferðum og kom­um til með að bæta við enn fleiri ferðum, sér­stak­lega föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag. Við náum ekki fleiri ferðum á mánu­deg­in­um en það er enn þá tölu­vert af sæt­um laus, en þau fara hratt.“

Flug­fé­lagið Ern­ir er eina flug­fé­lagið með áætl­un­ar­flug til Vest­manna­eyja yfir versl­un­ar­manna­helg­ina, en svo virðist sem fé­lagið nái vel að svara spurn eft­ir flug­ferðum.
Þá munu bæði nýi og gamli Herjólf­ur sigla frá Land­eyja­höfn, en eldri Herjólf­ur mun sigla auka­ferð klukk­an 13 á föstu­dag til Vest­manna­eyja og aðra ferð klukk­an 11:30 á mánu­dag frá Vest­manna­eyj­um.

Mbl.is greindi frá.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.