Í kvöld, miðvikudaginn 28.desember verður flugeldabingó ÍBV haldið með pompi og prakt!
Bingóið á sér töluvert langa sögu og hefur fest sig í sessi sem einn af þeim viðburðum sem Eyjamenn sækja yfir jólahátíðina. Undanfarin tvö ár hefur verið leikið rafrænt og útsending send út á ÍBV TV, en núna er loksins hægt að fara í gamla góða sniðið. Bingóið verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum og allir velkomnir!
Húsið opnar klukkan 19:30 og svo hefjast leikar kl.20:15. Það er gert svo allir hafi tíma til að koma sér á staðinn, næla sér í spjöld og finna sér sæti.
Veglegir vinningar, flugeldar frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst