Veðrið leikur við Eyjamenn á þessum síðasta degi ársins. Síðdegis í dag var venju samkvæmt boðið upp á flugeldasýningu og brennu. Mikið af fólki fylgdist með við Hástein. Einn af þeim var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta sem smellti meðfylgjandi myndum, en einnig tók Óskar skemmtilegar myndir af Ráðhúsi Vestmannaeyja sveipað rauðum lit með flugeldasýningu í bakgrunn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst